Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 215
KÖTLUDRAUMUR
213
ljúflings arfa
heldur meinlaust
um manns börn ræði.
þeim lukkist allt betur
en hinir aðrir
af hatri mæla.
og griðastaður
heilir veri álfar
en hróðurinn falli.
Endir
Sýslumaðurinn Benedikt Magnússon Bech (1674-1719) hefur tekið
nægilega mikið mark á trú manna á frásögn Kötludraums til að sjá
ástæðu til að yrkja 69 erinda kvæði, Ljúfling edur censura yfir Kötlu-
draum, gegn Kötludraumi og því að konur gætu orðið barnshafandi
eftir huldumenn. í handriti hans, Lbs. 2676 4to, segir svo í 8. erindi:
Ad Andi giete kvidgad kvinnu,
þo kinne ad vejta Amors sinnu,
þad er Nipurt Narra spil,
Hin hörðu viðbrögð sýslumannsins gætu því bent til þess að sumir sam-
tímamanna hans hafi getað trúað skýringu Kötlu þó að hún hafi ekki
staðist gagnvart yfirvöldum í dómsmálum. Ekki kemur heldur annað
fram í ritum manna um álfa, anda og púka á 17. öld en að höfundar
þeirra trúi á slíkar verur (Þorvaldur Thoroddsen 1898:26-27) - enda
hefndist Benedikt fyrir kvæði sitt gegn Kötludraumi eins og segir á bls.
419 í Gráskinnu Gísla Konráðssonar (Lbs. 1293 4to), í grein um Jón
Bergmann (Steinsson, biskups, 1696-1719):
var þat nú eittsinn, at þeir hittuz Benedict syslumadur Bech ok
Jón Bergmann, því auknafn þad tók hann ytra, komu þeir í
kapprædu nokkra ok er Jóni þótti Benedict vera all ordhvass, er
sagt hann mælt hafi: „Ekki verdr þú jafnstælltr Benedikt! þegar
selrinn rífur þik“, en Benedikt þá sagt: „Ekki mun eg þó drepa
mik sjálfr“. Þótti hverutveggja verda spámæli fyrir því Benedikt
drukknadi sídan í Heradsvótnum; eígnudu þad fáfródir menn álf-
um, fyrir því at kvedit hefdi hann móti Kótludraum.
(úr uppskrift Jóns Helgasonar)
Fleiri hafa hreytt ónotum í Kötludraum og Jón Þorkelsson (1888:206)
vitnar til þess að sýslumennirnir Jón Jakobsson og Jón Espólín „kalder
Kötludraumur ‘uefterrettelig i höjeste máde’.“ Og aftan á síðasta blaði
handritsins AM 154 8vo viii standa þau óvinsamlegu orð um kvæðið
sem áður var vikið að. Ólafur Davíðsson (1898:16) nefnir að Jón Ólafs-
son úr Grunnavík kalli kvæðið „skammarlegan tilbúníng“ í skýringum
sínum við Snorra-Eddu (AM 979 4to) og telji „að kvæðið sé mjög