Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 110
108
GRIPLA
og dvalist um hríð í Miklagarði; báðir eru kærir bróður sínum og báð-
um er lýst sem skrautmönnum. Þáttaskil verða í sögunni þegar þeir
birtast.
Þorkatli er lýst á riddaralegan hátt þegar Sámur kemur auga á hann
snemma morguns á Alþingi:
Sá var hár maðr ok ekki þrekligr er fyrstr gekk, í laufgrœnum
kyrtli ok hafði búit sverð í hendi, réttleitr maðr ok rauðlitaðr ok
vel í yfirbragði, liósiarpr á hár ok mÍQk hærðr. Siá maðr var auð-
kenniligr, því <at> hann hafði liósan lepp í hári sínu hinu<m>
vinstra megin (9. k.).
Þessi lýsing sker sig úr öðrum persónulýsingum sögunnar, að lýsingu
Eyvindar undanskilinni, og er það engin tilviljun. Hér er ekki tóm til
að rifja upp rannsóknir sem sýnt hafa að Þjóstarssynir eru óþekktir
annars staðar frá og gætu því verið tilbúningur sögumanns (Sigurður
Nordal 1940:10-16). Þormóður, þriðji bróðir þeirra sem aðeins er
nafnið tómt í sögunni, er nefndur í Landnámu (S20, 41, 348; H20, 29,
307; Einar Pálsson 1988:178-81). Auðsætt er af sögunni að vestfirsku
bræðurnir eru ómissandi til að hrinda af stað þeim atburðum sem koll-
varpa Hrafnkatli, svipta hann trú sinni á Frey og reka hann til endur-
skoðunar lífs síns. Þeir eru ekki einasta bjargvættir Sáms, heldur af-
hjúpa pyndingar þeirra á Hrafnkatli, dráp Freyfaxa og eyðilegging
hofsins, hégómleika hinna fornu trúarbragða fyrir Hrafnkatli. En
ástæða er til að gera greinarmun á bræðrunum. Þorkell er sá bræðr-
anna sem vill styðja Sám, hann gagnrýnir Sám fyrir að þyrma Hrafn-
katli á Aðalbóli og hann eyðileggur hofið. Þorkell er ætíð sýnilegri
þeirra bræðra í kaflanum um refsingu Hrafnkels, trúskiptum og eyði-
leggingu heiðinna líkneskja. Honum er teflt fram gegn Hrafnkatli í
sögunni og hann ætlar að refsa honum í eitt skipti fyrir öll.
Eyvindur Bjarnason hefur farið víða um heim þann tíma sem frænd-
ur hans eiga í deilum við Hrafnkel og er því saklaus af pyndingunum á
Aðalbóli. Hann er hinn vaskasti maðr og er hann ríður í litklœðum og
við fagra skigldu fyrir neðan Hrafnkelsstaði finnst griðkonunni hefnd í
honum:
Eyvindr Biarnason reið hér yfir á at Skálavaði með svá fagran
skÍQld at liómaði af; er hann svá mentr at hefnd væri í honum
(17. k.).