Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 67
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
65
hafa raunar stad i Jslendsku, enn sleppa8 0 og hinumm ódrum
sem riett eiga þar heima. Meire pryde er þu[i] ad þessum psalme
sra Hallgrims, Ande Guds eilijfur er et. ad sydasta ord þess und-
anfarande hendingar og erendes er alltid hid fyrsta i þvi sem a
epter kemur, so sem: Ande Guds eilijfur er, er hann yfir himin
og sjer, sier hvad i fylsnunum fer, fer so ad allt valldit hann ber.
Ber hann ad lofa med list, etc og so frammvegis.
Eins og sjá má eignar Jón Hallgrími sálminn „Andi Guðs eilífur er“
án nokkurs fyrirvara. Ekki verður farið nánar út í það hér en athygl-
inni beint að gyllinistafrófinu sem Jóni hugnaðist síður vegna þess að
þar láta höfundar sum versin hefjast á erlendum bókstöfum. Vitað er
að Hallgrímur fékkst við þýðingar, þó ekki eins mikið og t.d. Stefán
Ólafsson, en um þær hefur lítið sem ekkert verið skrifað. í bók Magn-
úsar Jónssonar um Hallgrím og kveðskap hans er kafli sem heitir
Ljóðaþýðingar.9 Eru þar eingöngu nefnd tvö dæmi, „Gyllinistafróf“
(þ.e. Á einn Guð settu allt þitt traust) og vers undir hexametri sem
mun vera þýtt úr latínu (Minnstu að gá, ef hefð þín er há).
Gyllinistafrófið sem Hallgrímur þýddi er til prentað bæði á dönsku
og þýsku. Það er í Danske Viser fra Adelsviseb0ger og Flyveblade
1530-1630'° og hefst svo: „Alen paa Gud sett haab och lid“. Þess má
geta að það er þar eitt af fjórum gyllinistafrófum. í skýringabindi út-
gáfunnar segir að sálmurinn sé „Gengivelse af en tysk alfabetisk Vise:
Allein vp Godt sett dyn vertruwent.“" Þar segir ennfremur að kvæðið
sé upprunalega lágþýskt, en elsta uppskrift sem vitað er um, sé á há-
þýsku í Greifswalder sálmabókinni frá 1597; frá 1612 sé þó til smáprent
þar sem kvæðið er á lágþýsku. í hvorugri prentuninni er höfunda getið,
en í sálmabókum frá síðari hluta 17. aldar er kvæðið sums staðar eign-
að Bartholomeusi Ringwaldt (1532-1599).12
o
hinum sem str. út.
9
Magnús Jónsson. Hallgrímur Pétursson, æfi hans og starf I, Reykjavík 1947,
345-347.
10 Danske Viser fra Adelsviseb0ger og Flyveblade 1530-1630 udgivne af H. Griiner-
Nielsen. Med Ordbog af Marius Kristensen og nye Tillæg af Nils Schiorring og l0rn Pi0.
K0benhavn 1978-79, 1. útg. 1912-31, II, nr. 98, 218-221.
11 Danske Viser V, 12-291.
12
Ringwaldt var fæddur í Frankfurt viö Oder en var lengst af prestur í Langfeld
(skammt frá Sonnenburg, Brandenburg). I A Dictionary of Hymnology, setting forth the
origin and history of Christian hymns of all ages and nations, útg. J. Julian 1892, (endur-
3 GriplalX