Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 71
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
69
fylgir þýska textanum eftir. Sums staðar er jafnvel torvelt að átta sig á
merkingu þýðingar hans nema með hliðsjón af þýska frumtextanum.
Sem dæmi má nefna fyrri hluta 4. erindis: „Dyrstu/n vijk, en/7 dæm þ/g
sman, / suo dragi þ/g ecki j olucku ha/m“. A þýsku er þessi vísupartur
svona: „Dem grósten weich, acht dich gering, das er dich nicht in un-
gliick bring;“. Hér er ráðlagt að alþýðufólk láti jafnan undan yfirstétt-
arfólki, forðist það jafnvel, svo að slíkt samneyti verði ekki til vand-
ræða og ógæfu. Síðari hluti erindisins er svo ábending um að sýna þeim
sem eru lægra settir en maður sjálfur enga óvirðingu; þannig helst allt í
góðu jafnvægi: „Dem kleinsten auch kein vnrecht thu, so lebstu stets in
rast vnd rhu.“ í dönsku þýðingunni verður „Der Gróste“ að „Din
offuer mand“ og hann á að virða „som han er vertt“. NN orðar þetta
svo: „Dyrt virda yferbodna ber, / best er lytt hæler sialfum þier“ en HP
segir: „Deil alldrei vid þin/7 yiermann, / elska sk«//tu og virda hann."
Segja má að í þessum vísuhelmingi hjá Hallgrími sé lítið eftir af óttan-
um gagnvart yfirvaldinu sem er greinilegur í þýska textanum. í þýska
textanum fylgir fyrirheit um rólegt líf ef þessu er fylgt og ÓJ segir
einnig: „mu/i þa rosamlig æfin/7 þijn“. í dönsku þýðingunni er fyrirheit-
ið hins vegar: „saa bliffuer du stese ved rette och mactt“. í hinum
tveimur íslensku þýðingunum eru hins vegar engin fyrirheit, fremur
hótun. Hallgrímur segir: „hefnd fær drambseme jafna/7 vijst“ og NN:
„misluckast tydum drambsemen/7“. Þetta er eitt nokkurra dæma um að
þessar tvær þýðingar líkist meira hvor annarri en erlendu textunum.
í 5., 6. og 7. erindi (E, F og G) er fjallað um jarðnesk auðæfi. Fyrst
er áminning um að stæra sig ekki af auðæfunum. Á þýsku segir: „Es ist
dir nicht darumb gegebn, / das du dich solst darin erhebn.“ ÓJ hefur:
„alld/7 þad til þcíí Gud þier gaf, / ad gotzinu skyllder þu metnast af.“ í
dönsku þýðingunni er talað um að auðæfin séu ekki aðeins gjöf, heldur
lán frá Guði sem menn eigi að standa reikningsskap af: „thi rigdom er
itt laan aff Gud, / du maatte gipre regenskab, naar dig sendis bud.“
Bæði NN og HP standa hér nær danska textanum. Sá fyrrnefndi þýðir
svo: „Gudz er lanid þess giæta mátt, / Gude af þvi reikning standa att“
og Hallgrímur: „þeink ad laan Drotte/is er þad allt, / af þuj reikning-
skap standa ska//t.“ F-erindið fjallar um að frómleiki og dygð sé meira
virði en gull og fé og G-erindið er hvatning um að gefa fátækum, hafi
legt að leiðrétta texta aðalhandritsins eftir hinum handritunum og hafa fortalað í stað
mistalað enda er hljóðstafasetning í erindinu að öðrum kosti röng.