Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 83
PÝSKT GYLLINISTAFRÓF
81
Bæði Hallgrímur og ókunni þýðandinn byrja z-erindið á orðinu
Zebaot, sem er hebreska og þýðir herskarar, en er oft notað í Biblí-
unni í samhenginu Drottinn herskaranna (Zebaot Jahve) og þess
vegna notað sem heiti á Guði. Erindi NN er hér til vinstri, erindi HP til
hægri:
Zebaoth Drottinn sie þitt skart,
syst stunda heimsins priál oþarft,
sa skrude fegur skyn á þier
skarte veralldar trudu mier.
Zebaoth Gud 011 veit þijn verk,
vert þuj lastvar, hnnns magt er sterk,
fliötnra stillest hötud hefnd
enn hin sem er med framwjkuæmd efnd.
Hér virðast báðir þessir þýðendur vera búnir að sleppa sjónum af er-
lendu fyrirmyndunum. Þeir yrkja síðan báðir aukavers til viðbótar, í
samræmi við íslenska stafrófið, eitt erindi fyrir F> og annað fyrir Æ.
Greinilega er ekkert samband þar á milli. NN yrkir:
Þinum af aude gott þu giór,
Gudz þacka mónnum afftur þier,
Drottinn um/nbunar dome j
dyrt er verdkaupid giættu ad þvj.
Æ lifer so i heime hier,
heilager Drottinz einglarner,
þina sal bere þa til si'n,
þetta skam/jjvin/ja lifed dvi'n.
HP kemur fyrst með heilræði ættað frá Sókratesi og hefur það ekki,
eins og sjá má, úr erlendu textunum sem hér eru til umfjöllunar. Síðan
kemur heilræði sem lýsir vel hugsunarhætti þessa tíma þótt það eigi
mun eldri rætur: þrengst ei heldur í neina stétt, þ.e. vertu á þínum stað,
af því að hver hlutur á sinn sérstaka stað og allt gengur best ef hann er
þar kyrr og sinnir sínu hlutverki.36 Síðari hluti erindisins líkist efnislega
síðasta erindinu í þýska textanum, áminning um að hugsa allt til enda
áður en framkvæmt er:
Þig sialfa/j lær ad þeckia37 riett,
þreingst ei helldr i neina stiett,
36 Wilhelm Friese orðar þetta þannig: „Urprinzip des von Gott erschaffenen Kosmos
und aller menschlichen Existenz ist: Ordnung. Der Wille zur Ordnung und zum Geben
einer festgefiigten Form in allen Bereichen des Daseins - im Leben des Einzelnen, im
Staat, im Glauben, im Denken und Forschen - ist ein iiberall entgegentretendes
Kennzeichen eines Zeitalters, das in dieser Arbeit als Zeitalter des Barocks verstanden
wird.“ Nordische Barockdichtung. Eine Darstellung und Deutung skandinavischer
Dichtung zwischen Reformation und Aufklarung. Miinchen 1968, 292.
37 Þannig í 14 handritum, m.a. JS 208 8vo, en í aðaltexta stendur: Þig lær ad þeckia
sialfn/i riett.