Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 31
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
29
kristnar þjóðir múhameðstrú út frá þeim grundvallarsjónarmiðum að
hún væri falstrú er spillti sannleikanum, væri trú ofbeldis og sverðsins
og sjálfsþægingar, og Múhameð var af kristnum talinn antikristur.
Gagnvert múhameðstrú álitu kristnir sína eigin trú hina sönnu trú sem
höfðaði til skynsemi mannsins, trú friðar, fullnægju og hreinleika sem
slökkti allan losta.61 Á tímum lúthersks rétttrúnaðar þrútnaði enn trú-
arhatur kristinna manna í garð múhameðstrúarmanna sem litið var á
sem heiðingja og erkióvini kristninnar og múhameðstrúarmönnum
sem heyrðu undir Tyrkjaveldi var niðrað með því að kalla þá „hund-
tyrkja“. Glöggrýnir fræðimenn hafa á síðustu tímum bent á að of mikið
hefir verið gert úr hervirkjum múhameðstrúarmanna, t.d. á Miðjarðar-
hafssvæðinu, sem Tyrkjaránið á íslandi 1627 var angi af, og benda enn-
fremur á að kristin menning hafi vanmetið áhrif úr heimi islamskrar
menningar á Evrópu sem voru drjúg, til að mynda í framleiðslu iðnað-
arvarnings, tækninýjunga, vísinda og heimspeki; minna má á að fjöl-
mörg orð af arabískum uppruna um þessi efni hafa verið tekin upp í
evrópsk mál og sum komin í íslensku eftir krókaleiðum tíma og rúms
eins og aðmíráll, algebra, alkóhól, blússa, gammosía, kaffi, kapall (þ.e.
reipi), lúta (þ.e. strengjahljóðfæri), magasín, maski, satín.62
Þrátt fyrir hnýfilyrði kristinna í garð múhameðstrúarmanna er óvíst
að kristin alþýða manna hafi ávallt fylgt yfirvöldum og lærðra manna
skrifum í Tyrkjahatri. Á erfiðum tímum á fslandi hafa lærðir menn til
að mynda óttast að bágstödd alþýða félli í þá freistni að láta hertaka
sig uppá von og ævintýr til þess að fá að vera til friðs undan þyngslum
og ánauðgun í sínu eigin föðurlandi. Þetta kemur fram í ályktun Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar og fjölmargra kennimanna á prestastefnu á
Þingvöllum árið 1663 um það erindi Henrik Bjelke höfuðsmanns hvort
landsmenn geti kostað varnarskip sem flakki kringum landið. Erindið
var sprottið af þeim fregnum að Englendingar og Hollendingar höfðu
gert sáttmála við Tyrkjann „ad hann fyrer þeim fry og friálslega meige
passera, huar af stór hættuvon sie þessu landi, huprt hann veyt varnar-
laust vera. Meige þui alldrei vita nær hann falle hier vppa, og jafnvel
61 W. Montgomery Watt. The Influence of Islam on Medieval Europe. Edinburgh
1972, 73-77.
6" F. Braudel. The Mediterranean, 886; Watt. The Influence of Islam on Medieval
Europe, 84-92; sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon. íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989 á viðeig-
andi stöðum.