Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 73
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
71
um: „þackarlaus velgiord, þad er reint, / þungt fellur bædi liost og
leint.“ NN virðist hins vegar taka mið af hvorugum erlenda textanum:
„þiena lika ef þarf hann vid, / þa reiner fyrst a manzgiedid."
Erindið sem hefst á bókstafnum I fjallar um mikilvægi þess að vera
iðinn strax í æsku. í þýska textanum er það rökstutt með því að menn
eigi erfiðara með að vinna þegar aldurinn færist yfir þá: „In deiner Ju-
gent solstu dich / zum arbeit halten stetiglich: / Hernach gar schwer die
Arbeit ist, / wenn du zum Alter kommen bist.“ Ólafur á Söndum þýð-
ir: „J þinne æsku vel þig ven / a vinnuþrifnad enn fordast slen, / þui erf-
idi veiter ohægt þa, / nær alldurdomiínnn strijder a.“ í þessu erindi sem
oftar er danska þýðingin nokkuð frjálsleg. Síðari hluti þess er á
dönsku: „naar du bliffuer gamell, dett geler dig smutt, / thi wngdomens
plantt er alerdomenss frutt.“ Hallgrímur og ókunni þýðandinn fylgja
hér danska textanum. Þýðing Hallgríms er til vinstri, hin til hægri:
Jdenn vertu aa ungdöms tijd
ervidi lær, þar kem//r um sijd
uppskiera mun þad ellen/i kyrr
sem æskrt/i nydnrsædi fyrr.
J ungdæmenu er allra best
ervide stunda og lærdom mest
ungur hvad saer, upp þu skier,
elle þa koma dagarner.
Ólafur á Söndum fylgir þýska textanum svo nákvæmlega eftir að nú-
tímalesendur munu sums staðar eiga erfitt með að átta sig á merkingu
þýðingarinnar, en óvíst er hvort hið sama hefur gilt um samtímamenn
Ólafs. Upphaf 10. erindis er t.d. nokkuð torskilið:
Kiær ei suo freckt firer sierhuern mann
sem firer augu//i þiona kíi/in,
þ//i' af giedenu hiartto/iz gar ei allt
sem glosar mun/iunn/i fagurtt og sniallt.
Hér er í þýska textanum notuð sögnin kehren: „Keer dich nicht an
ein jederman / der dir fiir Augen dienen kan“. Orðasambandið sich
nicht an etwas kehren merkir: „sich um etwas nicht kummern, sich
nichts daraus machen, sich nicht danach richten, es ubersehen, ver-
achten ,..“23 Merking vísupartsins er því þessi: Taktu ekki of mikið
23
Deutsches Wörterbuch von Jacob Grimm tmd Wilhelm Grimm. 5. b. K. Leipzig
1873, 418.