Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 101
TRÚSKIPTI OG PÍSL í HRAFNKELS SÖGU
99
um táknmyndum og átt hægt með að spyrða einhverja þekkta eða upp-
diktaða sögusögn um Frey við Hrafnkel. Af Sturlungu er hægt að ráða
hve klókir höfundar voru að fela gagnrýni og ýmsar athugasemdir í
torskildum goðsögulegum táknum, þannig að þeir sem kunnu að ráða
þær rúnir skildu vel hina tvíbentu tilvísun í goðsögnina (Guðrún Nor-
dal 1992:291-4).
Athyglisvert er að gripirnir skuli farast undir skriðunni. Freysdýrin
urðast í þessum náttúruhamförum; í yfirfærðri merkingu má segja að
þau séu gefin Frey, guði frjósemi jarðarinnar. Nota má um þennan at-
burð orðalag sögunnar sjálfrar að dýrin séu grafin niður, eins og síðar
er sagt um Freyfaxa, þegar Einar smalamaður leitar sér að hrossi til
reiðar (5. k.). í Landnámuklausunni er því falin tvíræð táknmynd sem
höfundur Hrafnkels sögu kann að notfæra sér á ísmeygilegan hátt og
þar glyttir í Freysdýrkun Hrafnkels sem verður örlagavaldur hans.
Ennfremur er hún forboði þess sem koma skal. Freyr verður undir í
sögunni. Ekki skiptir meginmáli hvort um er að ræða bein rittengsl,
munnmælasögn eða annars konar varðveislu sagnarinnar í Hrafnkels
sögu óháð Landnámu. Aðalatriðið er að atburðir sögunnar speglast í
upphafinu. Varúðarorð draummannsins standa aðeins í sögunni:
fœr þú á brott bú þitt ok vestr yfir Lagarfliót; þar er heill þín pll
(1. k.).
Draummaður Landnámu tengir brottflutning landnámsmannsins aftur
á móti ekki við heill hans, sem er mikilvægt hugtak í merkingarheimi
Hrafnkels sögu. Heill föður og sonar er samofin, þar sem trúað var að
slík yfirnáttúruleg vernd gengi í erfðir í ættum, eins og alþekkt minni
úr öðrum fornsögum sýna. Má til samanburðar nefna sögur af ham-
ingjufylgjum, líkt og þeirri sem sagt er frá í Glúmu. Víga-Glúmur, sem
var Freysdýrkandi eins og Hrafnkell, erfði hamingjufylgju móðurföður
síns, Vigfúsar, þegar hann var allur (Víga-Glúms saga: 9. k.).
Ef flutningur Hallfreðar úr Geitdal að Hallfreðarstöðum tryggði
heill ættar hans bryti boðskapur draummannsins í bága við meginnið-
urstöðu sögunnar: þá tíð sem Hrafnkell hefur bústað sinn að Aðalbóli
- vestan Lagarfljóts - veltur veraldleg gæfa hans niður á við, en þá tíð
sem hann býr austan Lagarfljóts, að Hrafnkelsstöðum, er vegur hans
mestur og hann vinsælastur. Hrafnkell ríður þó vestur yfir Lagarfljót til
að vinna það ódæðisverk er tryggir hann mest í sessi, víg Eyvindar
Bjarnasonar (18. k.). Far með hefnir hann refsingar Sáms og óðalsmiss-