Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 19
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
17
Opið bréf til Vestmannaeyja 31. maí 1635, bl. 101r-103v.
Opið bréf til Vestmannaeyja 12. júlí 1635, bl. 138v-140r.
Bréf Guðríðar Símonardóttur úr Tyrkiríinu bl. 143r-v, vantar aftaná.
Prentað í Tyrkjaránið á íslandi 1627, 419-421.
Bréf Þorsteins Sveinssonar úr Barbaría. Skv. registri bl. 145a en vantar
í bókina.
Nú verður stiklað á fáeinum atriðum sem fram koma í ofanskráðum
bréfum, en birtir í heild vitnisburðir sem skera sig úr að heimildargildi,
því að í þeim kemur fram hver urðu afdrif nafngreindrar konu úr Vest-
mannaeyjum, Önnu Jasparsdóttur, en ekki er betur vitað um örlög
annarra kvenna sem herteknar voru og komu aldrei aftur.32
III. Bréf og persónur
Erlendur Ásmundsson var auðmaður, bóndi á Stórólfshvoli, hafði um
tíma sýsluvöld í Rangárþingi í umboði Gísla Hákonarsonar og í Ár-
nessþingi í umboði tengdasonar síns, Vigfúsar Gíslasonar.33 Erlendur
þingaði í umboði Gísla lögmanns Hákonarsonar þegar gekk dómur um
„það fólk, sem lifir í hneykslanlegum lifnaði og sérdeilis um þá sem
hafa orðið að skilja við sínar ektapersónur sem herteknar voru Anno
1627 ... og lízt mönnum það horfa til vandræða, helzt um það, sem
ungt og hraust er, en fær ekki að giptast fyrr en það vij ára frest er úti,
32
Sigfús M. Johnsen getur um efni bréfa og vitnisburða um þessi mál í fyrirlestri sem
hann flutti í Vestmannaeyjum í júlí 1927 og prentaður var í Reykjavík sama ár undir
heitinu Kláus Eyjólfsson lögsagnarí og Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum 300 ára minning,
og fer um þessar heimildir líkum orðum í bók sinni Saga Vestmannaeyja I, Rvk. 1946, og
birtir þar hrafl úr þeim, 266-268; sbr. Jón Helgason. Tyrkjaránið, Rvk. 1983, t.d. 122,167,
183-184, 215, 225. Báðir þessir höfundar fóru eftir uppskrift Páls Eggerts Ólasonar á
bréfabókum Gísla biskups í Lbs. 1645-1646 4to. Sigfús las „höföingja" í stað „heiðingja"
(sjá hér aftar s. 24 og 26) og tengdi Önnu Jasparsdóttur við sögn um drottninguna í Al-
geirsborg. Sú sögn er mér ókunn. Undir heitinu „Drotningin í Algeirsborg“ orti Sigfús
Blöndal kvæði og lætur drottninguna tala, nefnir hana Ástu Eiríksdóttur, konu Hússein
Khodja Dey, sjá Sigfús Blöndal. Drotningin í Algeirsborg og önnur kvœði, Rvk. 1917, 7-
40.
33 Sýslumannaœfir eptir Boga Benediktsson. Með skýringum og viðaukum eptir
Hannes Þorsteinsson. IV Rvk. 1909-1915, 298-299, 526; Einar Bjarnason. Lögréttu-
mannatal. Rvk. 1952-1955,132-133.