Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 107
TRÚSKIPTI OG PÍSL í HRAFNKELS SÖGU
105
tvær þúsundir svína, með þeim afleiðingum að þau steypast niður af
þverhnípi í Galíleuvatnið. Svo hljóðar guðspjall Markúsar:
fóru þá óhreinu andarnir út og í svínin, og hjörðin, nær tveim
þúsundum, ruddist fram af hamrinum í vatnið og drukknaði þar
(Mark: 5.13).
I báðum sögnunum eru dýrin gefin fjandsamlegum öflum, svínunum er
fórnað til að tortíma hinum illu öndum, en hesti Freys er drekkt í djúp-
um hyl. Dýrin sem eru svo illa leikin eru ekki valin af handahófi, svínin
voru óhreinu dýrin í gyðingatrú, á svipaðan hátt og hestar hjá kaþ-
ólskum mönnum. Hér er því svipuð leið valin til að útrýma hinu illa úr
heiminum. Vatnið felur og tortímir í djúpi sínu hinn illa anda, og má
finna sambærilegar frásagnir í Biblíunni og ritum kirkjufeðranna, eins
og Gregoríusar, þar sem hyldýpið dregur í sig hið illa og er jafnvel bú-
staður hinna myrku máttarvalda (Forsyth 1987:291; Lurker 1987:236).
í merkingarheimi sögunnar er Hrafnkell píslarvottur; hann er svipt-
ur öllum eigum sínum og neyðist til að byggja veldi sitt upp frá grunni.
Þjóstarssynir láta sér ekki nægja að drepa hestinn, heldur eyðileggja
þeir hof Hrafnkels og Þorkell lét,
fletta goðin pll. Eptir þat lætr hann leggia eld í goðahúsit ok
brenna alt saman (15. k.).2
Sögnin fletta er áhugaverð í þessum kafla. Hún er notuð í öllum varð-
veittum gerðum sögunnar. Af orðstöðulykli íslendingasagna má ráða
að hún kemur fyrir í öðrum Austfirðingasögum, eins og Fljótsdælu og
Gunnars sögu Keldugnúpsfífls. Sögnin er mjög algeng í hernaðarlýs-
ingum samtímasagna í merkingunni að fletta hinn sigraða klæðum,
dauðan eða lifandi. í trúarlegum bókmenntum er hún ýmist notuð þeg-
ar píslarvottar eru færðir úr klæðum fyrir písl, og um ýmiss konar ráns-
mennsku (Gade 1988:229-31). í Hrafnkels sögu er sögnin notuð í
merkingunni að fletta goðalíkneskin - og er því í merkingarlegum
tengslum við hina trúarlegu texta, fremur en þá veraldlegu. Ekki er
skynsamlegt að gera mikið úr þessari sérstöku notkun sagnarinnar, en
þó er hún lítið lóð á vogarskálar þeirrar hugmyndar sem sett er hér
2
Gerðir sögunnar greinir á um hvor bróðirinn hafi hér verið að verki: Porkell ABC,
Þorgeir D. Þegar D gerð sögunnar er sér um leshátt er ekki hægt að slá þvf föstu hvor
leshátturinn sé upprunalegri (Jón Helgason 1959:vii).