Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 222
220
GRIPLA
síðum. í inngangi er gerð grein fyrir tökuorðum í íslensku á 16. öld og
úr hvaða málum þau muni ættuð. í orðabókinni eru við hvert uppslátt-
arorð tilfærð dæmi um notkun orðsins í þeim sextándu aldar bókum ís-
lenskum sem voru orðteknar og öll dæmi tekin stafrétt eftir heimildun-
um, en dæmi látin fylgja um samsvarandi orð í því tungumáli sem var
lánveitandinn, oftast þýska eða danska, og þau dæmi tekin úr þeim
prentuðu bókum sem telja má öruggt eða líklegt að íslenskir þýðendur
hafi notað.
Með þessari bók leysti Chr.W-N óhemju mikið og erfitt verk af
hendi, í fyrsta lagi að orðtaka öll heimildaritin og skera úr um hvað
væru tökuorð og hversu gömul þau væru í málinu, hver þessara töku-
orða væru tekin af þýðendum beint úr erlendum bókum og hver væru
líkleg til að hafa borist í málið eftir öðrum leiðum, sem er raunar meiri
hluti orðaforðans í bókinni; í öðru lagi að fara vandlega yfir allt efnið
og gaumgæfa að allt væri orðrétt og stafrétt tekið upp eftir heimildun-
um, en þar var hann undir ströngum aga Jóns Helgasonar prófessors
sem reyndist honum betri en enginn við prófarkalestur og leiðbeining-
ar. Þessi bók er brautryðjanda verk, ómissandi handbók þeirra sem
fást við íslenska málsögu, einkum málsögu fyrstu áratuganna eftir siða-
skipti, enda hefur oft verið til hennar vitnað síðan hún kom út.
Vinna Chr.W-N’s við þessa bók mun hafa orðið til þess að hann fékk
áhuga á að kanna betur og gefa út rit íslenskra siðaskiptamanna. Að
þessu víkur hann í inngangi að doktorsritgerð sinni: To bibelske vis-
domsb0ger og deres islandske overlevering, sem vikið er að hér á eftir:
For den, der har prpvet at arbejde med et enkelt omráde af det
16. árhundredes nordiske sproghistoriske udvikling, má det stá
som en ganske særlig attraktiv opgave at underspge en nordisk
bibels tilblivelseshistorie, og her er da igen biskop Guðbrandur
Þorlákssons udgave af den hele bibel pá islandsk sprog, Hólar
1584, sammen med de forskellige problemer omkring dens tilbli-
velse kommet til at virke særlig tiltrækkende - og det af flere
grunde. (Bls. XIV.)
Skömmu eftir að Láneordene kom út tók hann til við að undirbúa
útgáfu á þýðingu Gissurar biskups Einarssonar á Jesú Síraks bók
(Ecclesiasticus) og Orðskviðum Salómons. Þessi rit höfðu bæði verið
gefin út á prent af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni á Hólum 1580, og
aftur var textinn prentaður 1584 í Guðbrandsbiblíu. Af Hólaprentinu