Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 8

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 8
og tjá okkur í viðkvæmu og ögrandi máli, sem snertir við kjamaatriðum trúarinnar og grunntaug þjóðfélags okkar og siðmenningar. Mikilvægt er að undirstrika að samfélag í trú og gleði felur í sér samfylgd þar sem enginn er útilokaður og allir virtir. Það er leið Þjóðkirkjunnar, og á slíkri vegferð eiga sér stað samræður um erfiðustu mál og dýpstu rök, sem leiða okkur á rétta braut með Guðs hjálp. Ógn - eða von til framtíðar? Hverju eigum við að trúa um ffamtíð heimsins? Framtíðarsýnin sem náttúruvísindamenn bregða nú upp fyrir okkur er skelfileg: ragnarök nýrrar ísaldar. Hverju eigum við að trúa? Okkur ber að gefa gaum og taka mark á tímanna táknum. Við höfúm freklega gengið gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju, spillt, eytt, mengað, deytt. Við höfum fiktað við innstu leyndardómum lífsins og tekið okkur drottinvald í ábyrgðarleysi. Öll þurfum við, sem þjóð og sem stjórnvöld, sem leiðtogar og löggjafar og skoðanamótendur, fræðarar, uppalendur, að horfa í eigin barm og gjöra iðrun, endurmeta lífsstíl þar sem sífellt er gengið á orkulindir og troðið á lífinu og náunganum í heimtufrekju og hroka. Endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Kirknasamtök á Bretlandseyjum hafa hleypt af stokkunum Nóa - aðgerðiimi, „Operation Noah“ til að berjast fyrir því að dregið sé úr útblæstri koltvísýrings til að hamla gegn skaðlegum loftlagsáhrifum. Nóa - aðgerðinni er ætlað að vekja kirkjufólk og samfélagið allt til meðvitundar um óheiilaþróun sem ógnar lífi og friði á jörðu. Hér mættum við Islendingar leggja við hlustir og gefa gaum að og spyrja okkur hvort við séum ekki á helvegi með gegndarlausri eldneytissóun okkar. Hvernig eigum við að breyta, hvers megum við vona? Hvaða viðmið eru traust og heil? Framtíðarspámar eru skelfilegar, þær eru reiknaðar út á forsendum reiknilíkana. Það vantar samt eitt í þau reiknilíkön, eina stærð, sem okkur leyfist ekki að horfa fram hjá. „Himinn og jörð munu líða undir lok,“ segir Kristur. Og bætir svo við: „EN....“ Fyrir það stendur kirkjan, helgidómamir um land allt sem helga landið og lýsa friði yfir land og lýð og lífið allt, fyrir það stendur iðkun og atferli kristinnar kirkju allt, þetta EN..., Þessa oft gleymdu stærð og staðreynd, þetta undur að Orð Krists mun ekki undir lok líða. Orðið sem skapar líf og ljós og setur því illa mörk er að verki í heiminum. Orð Guðs sem „varð hold á jörð og býr með oss,“ er að verki, afl og áhrif lífsins er að verki, afl og áhrif fyrirgefningar, miskunnsemi, friðar og frelsis, er að verki, og er að ryðja sér braut. Heimurinn er ekki aðeins heimur á heljarþröm á hraðfara glötunarvegi, heldur hólpinn heimur, endurleystur heimur. Sól rís, árroði hennar merlar himin og heim, hver sem auga hefur hann sjái, hver sem eyra hefur hann heyri. Krossinn má sjá í hverjum snjókristalli augljóst þeim augum sem sjá. Orðið hljómar auðheyrt þeim eyrum sem heyra og hjörtum sem trúa, Orðið sem reisir á fætur, læknar og lífgar. Hlutverk kirkjunnar er beina sjónum til þeirrar staðreyndar. Við biðjum: „Faðir vor. Til komi þitt ríki! Verði þinn vilji!“ Og ríkið kemur, vilji Guðs verður, hvem dag, alls staðar eru kraftar Guðs að verki. Leiðbeining lögmálsins sem ritað er í hjörtu manna. Og fagnaðarerindið er rétt fram sem gjöf, orð náðar og fyrirgefningar. Við skírnarlaugina leggjum við börnin okkar á vald þeirrar framtiðar þar sem kærleikurinn umvefur, ummyndar, læknar allt, þar sem andi Guðs hefur skapað nýjan himin og nýja jörð. A altari helgidómanna berum við fram brauð og vín, bænina og okkur sjálf, og lyftum því upp og felum fórn og friðþæging Krists. Og allt verður nýtt. Og hvernig eigum við að 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.