Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 11

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 11
prestssetrum og því sem þeim fylgir, séu eign íslenska ríkisins. Andvirði seldra jarða renni í ríkissjóð, umsýsla og ráðstöfun umræddra eigna fari eftir gildandi lögum á hverjum tíma. í stað jarðanna skuldbatt ríkið sig til þess, eins og kunnugt er, að greiða Iaun tiltekins Qölda presta þjóðkirkjunnar og starfsmanna biskupsembættanna. Var á þennan veg lagður grunnur að meira sjálfstæði þjóðkirkjunnar en víða annars staðar og tel ég, að fáir vilji hverfa til hinnar fyrri skipunar, þar sem unnt var að líta á kirkjuna sem einskonar ríkiskirkju. Á grundvelli samningsins frá 1997, en ákvæði hans voru síðan staðfest með lögum, hófust viðræður milli ríkis og kirkju um eignarréttarstöðu prestssetranna. Samningamenn ríkisins lögðu snemma árs 2002 ffam drög að samkomulagi um þetta mál, þar sem gengið var að því sem vísu, að árið 1997 hefði tekist að semja um allt nema prestssetur í skilningi laga nr. 137/1993 um prestssetur. í tilboðinu fólst, að þjóðkirkjan tæki formlega til fullrar eignar og yfirráða um það bil 87 jarðir og íbúðarhús samkvæmt lögunum um prestssetur. Þá greiddi ríkið kirkjumálasjóði þjóðkirkjunnar um 150 milljónir króna og skyldi fjárhæðin greidd á þremur árum. Með þessu yrði um að ræða fullnaðaruppgjör ríkis og kirkju vegna prestssetranna hverju nafni sem nefnast. í drögunum var gert ráð fyrir, að Þingvellir yrðu ríkiseign. Prestssetranefnd þjóðkirkjunnar sætti sig ekki við þessi drög og lýsti þeirri skoðun, að þessi skilgreining á samningsandlagi væri of þröng, því að í raun væri ekki um 87 jarðir og íbúðarhús að ræða heldur allar jarðir, sem einhvem tíma hefðu verið prestssetur allt frá árinu 1907, auk landsspildna, nýbýla, hjáleigna og réttinda, sem einhvem tíma hefði verið hluti af þeim prestssetrum. Lagt var fjárhagslegt mat á þessar kröfur prestssetranefndar og voru þær taldar nema um 3 milljörðum króna og var lagt til við ríkið, að í stað eingreiðslu á þeirri Qárhæð myndi ríkið greiða kirkjunni árlega um alla framtíð framlag á svipuðum forsendum og samkvæmt samkomulaginu ffá 1997. Á síðasta formlega viðræðufundi samráðsnefndar ríkis og kirkju, sem haldinn var í október 2002, hö&uðu fúlltrúar ríkisins þessum sjónarmiðum prestssetranefndar. Ríkið væri ekki til þess búið að semja á ný um ótímabundnar árlegar greiðslur heldur ætti að stefna að fúllnaðaruppgjöri með einni fjárhæð og voru að nýju nefndar 150 milljónir króna af því tilefni. Ég nefni þetta hér til að árétta, að málið er enn óleyst. Ég tel, að afstaða ríkisins hafi verið skýr allt ffá því að samningurinn var gerður árið 1997 og felist í orðalagi þess um það hvað felst í hugtakinu prestssetur. Við undirritun samningsins var alveg ljóst, að ósamið var um prestssetrin, sem voru í umsjá og umsýslu Prestssetrasjóðs á grundvelli laga um prestssetur frá 1993.1 lögunum er það skýrt á ótvíræðan hátt hvað fellur undir prestssetur. Enginn ágreiningur hefur verið um það milli ríkis og kirkju hvaða prestssetur og prestsbústaðir fluttust firá ríkinu til Prestssetrasjóðs árið 1997. Þegar ég kynni mér þetta mál, undrast ég að sú gjá skuli hafa myndast á milli ríkis og kirkju, sem lýsir sér í muninum á 150 milljónum króna annars vegar og þremur milljörðum hins vegar. Minnist ég þess ekki, að við gerð samningsins 1997 hafí nokkru 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.