Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 12

Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 12
sinni verið gefið til kynna, að svo stórt bil væri óbrúað milli ríkis og kirkju, um leið og kirkjunni var tryggt fjárhagslegt sjálfstæði. Ríkisvaldið hefur verið sjálfu sér samkvæmt við ffamkvæmd samningsins frá 1997 og túlkun hans, þar á meðal með vísan til hinna óleystu ágreiningsmála. I tímans rás hefur ágreiningur um þetta mál orðið til þess að spilla fyrir ráðstöfun á ýmsum eignum, sem væru sannarlega vel komnar í höndum þeirra, sem vilja kaupa þær í samræmi við heimildir í fjárlögum hverju sinni. Þegar samþykki alþingis liggur fyrir, er erfitt að sjá málefnaleg rök fyrir því, að ekki sé gengið til sölu á þessum eignum - að minnsta kosti er engum til gagns, að þær séu teknar í einskonar gíslingu vegna hins ógerða samkomulags um prestssetrin. Á síðasta kirkjuþingi ræddi ég háværari kröfur á þeim tíma en nú um algjöran aðskilnað ríkis og kirkju og lagði þeim ekki lið. Síðan hafa fulltrúar ýmissa safnaða látið í ljós þá skoðun, að Ijárhagsleg hlið samningsins ffá 1997 væri ekki sanngjöm ffá jafnræðisreglum og jafnvel gefið til kynna, að á gildi samningsins yrði látið reyna fyrir dómstólum. Afstaða mín til algers aðskilnaðar ríkis og kirkju hefur á enga grein breyst frá þvi við hittumst síðast. Ég hafna algerlega þeirri skoðun, að með núverandi fyrirkomulagi mála sé á nokkurn hátt skert trúffelsi landsmanna eða jafnræðisregla stjómarskrárinnar brotin. Kirkjuskipan okkar er byggð á stjómarskránni, þar sem sérstaklega er tekið ffam, að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi og ríkisvaldið að því leyti styðja hana og styrkja. Trúfrelsi landsmanna er að sjálfsögðu ekki skert með þessu, enda hverjum og einum frjálst að trúa hverju sem hann vill, sér að óþægindalausu af hálfu íslenska ríkisins. Það er hins vegar ljóst að mjög náið er fylgst með öllum Qárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju með jafnræðissjónarmið stjómarskrárinnar að leiðarljósi. Ekki víkjumst við undan því kastljósi. Þessu tengt get ég nefnt það, að umboðsmaður alþingis hefur nú nýverið beint sjónum sínum að gjaldskrá fýrir aukaverk presta og veltir meðal annars fyrir sér lagagrunni hennar. Það mál er á algeru frumstigi og í sjálfu sér ekkert um að segja hér og nú, en minnir á, að menn hyggja að mörgu í fjármálum. Kirkjugarðsgjald. Fyrir ári lagði ég fýrir kirkjuþing til umsagnar og samþykktar ef því yrði að skipta, tillögur um nýjan grundvöll að ákvörðun kirkjugarðsgjalds og skiptingu þess. Að loknum umræðum og umfjöllun um málið heimilaði kirkjuþingið fyrir sitt leyti flutning lagabreytingar þar að lútandi. Með-það veganesti frá kirkjuþingi ákvað ég að setja á fót starfshóp til þess að semja lagafrumvarp. í hópnum hafa setið fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, Qármálaráðuneytisins og Kirkjugarðasambands Islands. Hópurinn vann vel að málinu, en mestur tími hans fór í að útfæra gjaldalíkan um greiðslur til einstakra kirkjugarða. Ég legg í næstu viku fyrir alþingi frumvarp um breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. í frumvarpinu er Qallað um nýjan grundvöll að ákvörðun kirkjugarðsgjalds og gert ráð fyrir að fjárhæð þess verði ákvörðuð í reiknilíkani sem taki mið af raunverulegum kostnaði við greftranir og rekstur garðanna. Þar með verði horfið frá því að gjaldið miðist við fjölda sóknarbama, sextán ára eða eldri, í hverri sókn um sig, en gert er ráð fyrir að við útreikning framlags til rekstrar kirkjugarðanna verði litið til Qölda látinna árið á undan, sem og stærðar grafarsvæða. Ætlunin er að dóms- og 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.