Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 28

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 28
Kirkjuráð samþykkti fyrir sitt leyti að mynduð yrði sjálfseignarstofnun um Sumartónleika í Skálholti er haldi áfram því merka menningarstarfi sem haldið hefur verið uppi undir formerkjum Sumartónleikanna sl. þrjátíu ár og er fyrirhugað að tónleikahald verði áfram með svipuðum hætti. Skipulagsskráin liggur frammi á Kirkjuþingi. Helga Ingólfsdóttir, sem er einn helsti írumkvöðull að tónleikahaldinu í þrjátíu ár, hefur látið af starfi sínu sem listrænn stjómandi. Samningur er í gildi við menntamálaráðuneytið til þriggja ára 2003-2005 og leggur ríkið samkvæmt honum ffam fé til rekstrar þeirra, 2.5 millj. á ári. Kirkjuráð samþykkti að hækka ffamlag til Sumartónleikanna til að unnt væri að auka starfshlutfall listræns stjómanda í hálft starf. Gera verður ráð fyrir að staða og framtíð Sumartónleikanna verði skilgreind nánar í stefnumótun f\TÍr Skálholtsstað. Kirkjuráð vekur sérstaka athygli Kirkjuþings á hinu blómlega starfi sem farið hefur ffam á vegum Sumartónleikanna undanfarin þrjátíu ár og sem nánar greinir í fundargerð af Kirkjuráðsfundi ffá 8. og 9. júní 2004. Kirkjuráð hefur Qallað um málefni Helgisiðastofu enda hefur umfang rekstrarins aukist mikið. Farið hefur verið yfir ijárhagsumgjörð stofunnar og verkefni í ljósi þess. Lokið verður að skrá bókasafn Skálholts innan tíðar. Þá blasir við að gera tillögur um uppbyggingu safnsins þegar safnið fær ffamtíðaraðstöðu en það er varðveitt í tumi kirkjunnar eins og kunnugt er. Endurskoðaður hefur verið samningur Kirkjuráðs og vfgslubiskups um störf og stöðu hans í Skálholti, verkaskipti og vinnuferla. Var orðin brýn nauðsyn á að ljúka því vegna stöðugt vaxandi umsvifa í Skálholti. Samningurinn fylgir skýrslu þessari. Ákveðið var að ráðast í múrviðgerðir og málningarframkvæmdir á kirkju og skóla. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir u.þ.b. 27 millj. kr. kostnaði en verkið var boðið út og má ætla að heildarkostnaður verði einungis um 17 millj. kr. að öllu meðtöldu. Fram hefur komið hjá sóknarpresti að breyting hafi orðið á kirkjusókn vegna þess að íbúum í nágrenni Skálholts yfir helgar og sumartíma fjölgi orðið mjög vegna fjölda sumarbústaða og sækir það fólk vel kirkjuna. Skálholtsskóli fylgir markaðri stefnu í allri starfsemi sinni. Mikil breyting hefur orðið á rekstrinum við að fá aukið svefnrými og aðra nauðsynlega aðstöðu. Stækkun svefnaðstöðu kallar á stækkun fundaraðstöðu en nú getur skólinn hýst 36 manns í herbergjum. Hafin er sala minjagripa í móttöku skólans. í skólanum stendur uppi sýning á ýmsu er tengist sögu staðarins og skólans. Fyrirhugað er að auka slíka kynningu í kjallara skólans. I anddyri eru og sýningarskápar er hýsa muni úr fornleifauppgreftrinum. Kyrrðardagar eru einn veigamesti vaxtarsproti skólans. Fornleifarannsóknir fóru ffam sl. sumar. Samstarfssamningur er um kynningu á rannsóknunum milli Kirkjuráðs og Fornleifastofnunar en það var kynnt nánar á Kirkjuþingi 2002. Ársskýrsla Fomleifastofunar Islands liggur frammi á þinginu til sýnis. Saga biskupsstólanna Með hliðsjón af ályktun Kirkjuþings 2000 í 29. máli um ritun sögu biskupsstólanna samþykkti Kirkjuráð að Ieggja fram fjárhæð sem nemur allt að 10% af framlagi annarra aðila til útgáfu sögu biskupsstólanna. Ritstjórn hefur skilað skýrslu um framvindu verkefnisins sem birt er í Árbók kirkjunnar svo og endurskoðuðum ársreikningi til 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.