Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 30

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 30
a) Hjálparstarf kirkjunnar Kirkjuráð samþykkti að tilnefna áfram sem aðalmenn til næstu til tveggja ára í fulltrúaráð Hjálparstarf kirkjunnar sr. Gísla Jónasson. prófast, og Sigríði Lister, Reykjavík. Hrafohildur Sigurðardóttir, útibússtjóri, Reykjavík, var tilnefnd sem nýr varamaður í stað Egils Skúla Ingibergssonar, sem hefúr setið i sex ár og má samkvæmt skipulagsskrá Hjálparstarfsins ekki sitja lengur í fúlltrúaráðinu. b) Löngumýrarnefnd Um Löngumýramefnd hefur áður verið getið hér að framan. c) Leibnannaskólinn Þá var samþykkt að skipa stjóm Leikmannaskólans til 1. nóv. 2004 þ.e. fram yfir Kirkjuþing 2004 sem mun fá til umfjöllunar stefhu í fræðslumálum, eins og áður hefur komið fram. Fulltrúi guðfræðideildar í nefndinni er sr. Kristján Valur Ingólfsson, Reykjavík, fulltrúi Leikmannaráðs er Arthur K. Farestveit, Garðabæ og fulltrúi Kirkjuráðs Helga J. Stefánsdóttir, Húsavík. Verði tillögur Kirkjuráðs um brottfall starfsreglna samþykktar óbreyttar, verður stjóm skipuð til 1. júlí á næsta ári. d) Ellimálanefnd Þá skipaði Kirkjuráð í Ellimálanefnd. Samþykkt var að skipa Valgerði Gísladóttur, Reykjavík og er hún jafnframt formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru: Anna Sigurkarlsdóttur, Kópavogi og sr. Kristín Pálsdóttir, prestur aldraðra, Reykjavík. Nefndin er skipuð til ársloka 2006. e) Stjórn Skálholtsútgáfunnar Sr. Hreinn Hjartarson, fyrrverandi sóknarprestur, er áfram fulltrúi Kirkjuráðs í stjóm Skálholtsútgáfunnar. Grafarholtssókn Kirkjuráð hefúr haft til athugunar leiðir til að aðstoða sóknamefndir í nýjum sóknum við kirkjubyggingar. Það er stefna ráðsins að aðstöðu skuli komið upp svo fljótt sem verða má til að kirkjan sé virkur þátttakandi í nýjum íbúðarhverfum frá upphafi og sé sem mest samferða uppbyggingu hverfísins. Kirkjuráð hefur í samráði við sóknarnefhd ákveðið að athuga hvort gerlegt sé að ráðið taki að sér undirbúning og verklega framkvæmd við kirkjubyggingu hinnar nýju Grafarholtssóknar, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, í stað sóknamefndar eins og venja er. Kosturinn við þessa leið er sá að Kirkjuráð myndi leggja til þekkingu og starfskrafta auk þess sem fjárhagsleg fyrirgreiðsla Jöfnunarsjóðs sókna yrði aðlöguð greiðslugetu sóknarinnar samkvæmt greiðslumati. Mál þetta er ennþá til athugunar. Vaxtakjör kirkjunnar I byrjun árs voru viðskipti við SPRON endurskoðuð m.a. vegna lána sem Jöfnunarsjóður sókna veitir ábyrgð fyrir. I ljósi breyttra vaxtakjara sem í boði eru á markaði eru þessi mál áfram til athugunar. Umsagnir um lagafrumvörp Kirkjuráð veitti umsögn til landbúnaðarnefndar Alþingis vegna frumvarpa til ábúðarlaga og jarðalaga, sem nú eru orðin að lögum. Það var mat Kirkjuráðs að frumvörpin væru um margt framfaraskref, þótt hugtakaskilgreiningar og ýmis önnur ákvæði er varða réttarstöðu jarðareiganda, ábúanda og sveitarfélaga mætti skýra betur eða færa á annan 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.