Gerðir kirkjuþings - 2004, Qupperneq 31

Gerðir kirkjuþings - 2004, Qupperneq 31
veg. Fulltrúar ráðsins mættu á fund þingnefndarinnar til að skýra mál sitt. Tekið var nokkurt tillit til umsagna Kirkjuráðs, en æskilegt hefði verið að kirkjan, sem stærsti jarðareigandi landsins, að ffátöldu ríkinu, hefði fengið að taka meiri þátt í samningu frumvarpanna. Þá hefði mátt taka meira tillit til athugasemda ráðsins vegna kirkjujarða. Þá samþykkti Kirkjuráð eftirfarandi ályktun vegna frumvarps til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum: Kirkjuráð fagnar tillögum um stækkun þjóðgarðsins og friðlýsingu hans sem helgistaðar allra íslendinga í ffamkomnu frumvarpi ríkisstjómarinnar til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Kirkjuráð álítur að frumvarpið feli ekki í sér breytingu á réttarstöðu Þingvalla sem prestsseturs skv. lögum nr. 62/1990 og sem staðfest var með starfsreglum Kirkjuþings skv. lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Kirkjuráð mótmælir því að í greinargerð með frumvarpinu eru Þingvellir taldir með ríkisjörðum, enda liggur ekki fyrir formlegt afsai á Þingvöllum og samkvæmt þinglýstum eignarheimildum er ótvírætt að kirkjan fer með eignarhald að Þingvöllum. Kirkjuráð minnir á að undanfarin tuttugu ár hafa staðið yfir samningaviðræður ríkisins og Þjóðkirkjunnar um kirkjueignir og prestssetur og það sem þeim fylgir. Með kirkjujarðasamkomulaginu 1997 varð sátt um kirkjujarðirnar. Það samkomulag var staðfest með kirkjulögunum nr. 78/1997 og sérstökum samningi um fjármál Þjóðkirkjunnar þar af leiðandi. Vegna sérstöðu prestssetranna og þess sem þeim fylgir varð að fjalla sérstaklega um þau. Viðræðunefnd ríkis og kirkju störfuðu frá.1997 til 2002 en niðurstaða náðist ekki. Þrátt fyrir óskir kirkjunnar hefur ríkisvaldið ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram en Kirkjuráð væntir þess að samkomulag geti náðst sem fyrst. Aðstöðuhús við kirkjur Aukist hefur að aðstöðuhús séu reist við kirkjur og kirkjugarða. Þau eru til að skapa geymsluaðstöðu svo sem fýrir áhöld kirkjugarðs, snyrtingu fyrir gesti og stundum aðstöðu fyrir söfnuð og kór, svo og prest. Unnið hefur verið að samkomulagi við Kirkjugarðasjóð um viðmið um skiptingu kostnaðar vegna þessara mála, milli sóknar, kirkjugarðs, Jöfnunarsjóðs sókna og Kirkjugarðasjóðs. Mál þetta er ennþá í vinnslu. Bygginga- og listanefnd Bygginga- og listanefnd kom á fund Kirkjuráðs. Störf nefndarinnar og staða voru rædd ítarlega. í ljósi meiri og betri undirbúnings vegna umsókna í Jöfnunarsjóð sókna verður hlutverk nefndarinnar enn meira hvað varðar mat á framkvæmdaþörf sókna, áætlanagerð, notagildi mannvirkis og fagurfræðilegum þáttum. Handbókfyrir valnefndir Gefin var út handbók fyrir valnefndir prestakalla sem framkvæmdastjóri Kirkjuráðs vann. I handbókinni er farið yfir ferli þegar prestakall er auglýst eða staða prests í prestakalli og hlutverk valnefnda í því sambandi. Enn fremur eru helstu réttarheimildir sem við eiga birtar í handbókinni. Handbókin er send umsækjendum og valnefhdarmönnum í prestaköllum þar sem val stendur fyrir dyrum og liggur bókin jafnframt frammi á Biskupsstofu. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.