Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 34
undirbúningi málssóknar en væntir þess að unnt verði að leysa málið með samningum
eða með öðrum hætti.
Með breyttum starfsreglum um héraðsfúndi hafa þeir fengið meira vægi við undirbúning
mála fyrir Kirkjuþing. Vill allsherjamefiid beina þeim tilmælum til Kirkjuráðs að ítrekað
verði við prófasta að mál þau sem leggja á fyrir Kirkjuþing og eins þau mál sem afgreidd
hafa verið frá Kirkjuþingi, fái vandaða umræðu og afgreiðslu á héraðsfúndum
prófastsdæmanna.
Varðandi stofnanir á vegum Kirkjuráðs lýsir allsherjamefnd ánægju með framkomin drög
að stefhumörkun f}TÍr Skálholtsstað til næstu þriggja ára. Allsherjamefnd fagnar vaxandi
starfsemi í Skálholtsskóla og þakkar þá uppbyggingu sem þar hefur farið fram á
undanfomum árum. Þá þakkar nefndin Helgu Ingólfsdóttur frábært starf að
Sumartónleikum í Skálholti síðustu þrjá áratugina.
Starf Fjölskylduþjónustu kirkjunnar hefur vaxið á undanfömum árum. Allsherjamefnd
leggur á það áherslu að styrkja þurfi rekstrargrundvöll stofnunarinnar.
Allsherjarnefhd fagnar útkomu handbókar f}TÍr valnefndir prestakalla, þar sem farið er
yfir þau atriði sem hyggja ber að við val á presti.
Varðandi Gallupkönnun um trúarlíf Islendinga telur allsherjamefnd eðlilegt að trúarlífs-
og viðhorfskannanir um málefni íslensku-þjóðkirkjunnar verði unnar með reglulegu
millibili. Þar koma ffam gagnlegar upplýsingar sem nýtast kirkjunni á ýmsan hátt.
Allsherjamefnd fagnar samningi milli Biskupsstofu, Rauða kross Islands og Landspítala-
háskólasjúkrahúss um sálgæslu meðal geðfatlaðra. Jafnframt harmar nefndin tómlæti
ríkisins gagnvart málefnum geðfatlaðra.
í setningarræðu sinni við upphaf Kirkjuþings 2004, gat biskup íslands þess að yfirskrift
þessa starfsárs kirkjunnar væri Samfélag í trú oggleði. Það beindi sjónum okkar að
kristinni trú og áhrifum hennar til eflingar lífsins í landinu.
Biskup minnti á að til væru hópar innan kirkjunnar sem teldu á sig hallað. Nefiidi hann
sérstaklega samkynhneigða. Allsherjamefnd er sammála um að stöðu samkynhneigðra
þurfi að ræða af einurð innan kirkjunnar og væntir mikils af starfshópi biskups um
málefni þeirra. Þá tekur allsherjamefnd undir orð biskups þar sem hann segir í ræðu sinni:
“Við endurskoðun fjölskyldustefnu kirkjunnar verður einnig hugað að samkynhneigð,
sem óg öðrum þeim málefhum á sviði fjölskyldumála sem ofarlega eru á baugi um þessar
mundir”.
Allsherjamefnd tekur heilshugar undir þau orð biskups að brýnt sé að marka heildarstefhu
í málefnum bama og að kirkjan eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna að víðtækri
þjóðarvakningu í þeim efnum. í þessu samhengi minnti biskup á orð umboðsmanns barna
sem fengið hefur mörg og dapurleg erindi inn á sitt borð ffá ungmennum sem erfítt eiga
uppdráttar og hafa því miður orðið afgangsstærð í samfélaginu. Fagnar nefndin áherslu
næsta starfsárs Þjóðkirkjunnar undir yfirskriftinni Heimilið og þá sérstaklega
átaksverkefninu Verndum bernskuna. Þá tekur nefndin undir áliyggjur biskups vegna
yfirstandandi kennaraverkfalls.
32