Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 52

Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 52
í ljósi þessara atriða í Stefnu og starfsáherslum kirkjunnar 2004-2010 og þess sem getið er hér að ofan úr starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar er hér sett fram heildstæð Fræðslustefna Þjóðkirkjunnar. Samhliða gerð heildarffæðslustefhu fyrir kirkjuna var unnið að einum þætti hennar sérstaklega, samstarfi kirkju og skóla. Greinargerð um þá vinnu fylgir hér með einnig en megináherslur úr þeirri greinargerð eru teknar beint inn í sjálfa fræðslustefhuna. Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar er skipt niður í fjóra meginkafla, auk ákvæðis um gildistöku. í öllum köflum koma fram meginmarkmið og helstu verkefni. í fyrsta kafla er fjallað um skiptingu fræðslustarfs í sóknum landsins og öðrum starfseiningum kirkjunnar. Fræðslustarfið spannar mannsævina frá vöggu til grafar og snertir stærstu viðfangsefni lífsins. í öðrum kafla er gerð grein fyrir starfsmannamálum er lúta að fræðslustarfi sérstaklega. í þriðja kafla eru dregin fram helstu atriði er snúa að samstarfi kirkju og skóla (ásamt með greinargerð) og í fjórða kaflanum er vikið að skipulagi ffæðslustarfs Þjóðkirkjunnar. Að lokum er nefndur gildistími þessarar nýju ffæðslustefhu fyrir Þjóðkirkjuna. Grundvöllur og hlutverk kirkjulegrar fræðslu Farið því og gjörið allar þjóðir að lœrisveinum, skírið þá í naþri föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda alltþað, sem ég hefboðið yður. Sjá ég er meðyður alla daga allt til enda veraldar. (Mt. 28:19-20) Kristin kirkja hefur það hlutverk að fylgja boði Krists að gera þjóðimar að lærisveinum og skíra þær í nafni föður, sonar og heilags anda og kenna þeim að halda það sem hann hefur boðið. Samfara þessu verkefni hefur áherslan verið á fræðslu ffá skírn, þ.e. að ffæða hin skírðu um trúarsannindin og hvetja til lífs í þjónustu við náungann. Við skímarfontinn heitaþau sem eru viðstödd af hálfu safnaðarins (sóknarinnar) hinum nýskírðu og fjölskyldum þeirra samfélagi og stuðningi til að takast á við tilveruna og lifa sem kristnir einstaklingar. Frumskylda kristins samfélags er að kenna þeim sem skírð eru að þekkja Guð, elska hann og tilbiðja og að elska náungann eins og sjálfan sig. Fræðslustefna Þjóðkirkjunnar leitast við að þjóna þessu meginmarkmiði. Sú fræðsla fer fram á heimilum, í sóknum, prestaköllum, innan prófastsdæma og á vegum stofnana kirkjunnar. Það er fyrst og fremst á ábyrgð heimilisins að annast þessa uppfræðslu. Þar sem heimilið og fjölskyldan er hluti hinnar kristnu kirkju axlar söfnuðurinn og kirkjan öll þessa skyldu með heimilinu. Þjóðkirkjan hefur jafnframt það hlutverk að bjóða upp á fræðslu um kristna trú, einnig fyrir þau sem ekki eru skírð, tilheyra ekki Þjóðkirkjunni eða aðhyllast önnur trúarbrögð. Til að mæta þeirri skyldu allra sókna landsins að uppffæða og styðja heimili og fjölskyldur í hinu kristna uppeldishlutverki er nauðsynlegt að hafa á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Lögð er til stóraukin áhersla á starfsmannaþjálfun. Um leið skal það ítrekað að frumskylda starfsfólks Þjóðkirkjunnar er að boða trúna á Krist, fræða og þjóna náunganum. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.