Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 66

Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 66
Á grundvelli þessarar tónlistarstefnu þarf að auka fræðslu kirkjukóranna um hlutverk þeirra og ábyrgð í víðara samhengi en söngurinn einn felur í sér. Einkum þarf að undirstrika vægi kórsöngsins í þjónustunni við orð Guðs í söfnuðinum og utan hans. Um tónsönginn Þar sem almenn þátttaka safnaðarins er meginatriðið er einradda tónsöngur (cantus planus eða gregorssöngur) grundvöllur kirkjusöngsins. Þessi söngur var sunginn á Islandi frá kristnitöku og allt ffam á 19. öld. Áherslan á þennan söng er í samhljóðan við hefð systurkirknanna á Norðurlöndum, í Evrópu og Ameríku. Við varðveislu og rækt einradda tónsöngs sé þess gætt að nýta og iðka þarf stærri hluta hins fjölbreytta arfs en hinn allra einfaldasta. Messusönginn, þ.e. tónsönginn sjálfan, ætti þó fremur að miða við safnaðarsöng en kórsöng. Tónlagið sem kennt er við Sigfús Einarsson er frá hans hendi útsett fyrir kór. Það hentar sértaklega þegar kórinn er verulegur hluti safnaðarins og safnaðarsvörin eru sungin fjórradda. Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar eru í huga margra íslendinga ómissandi þáttur helgihalds á hátíðum. Svo mun verða áfram. Hátíðasöngvamir verða ekki sungnir í safnaðarsöng einradda svo vel sé. Þegar þeir eru sungnir þarf að sjá til þess að stutt sé sérstaklega við almenna þátttöku safnaðarins í sálmasöngnum. Um hljóðfæri helgihaldsins Hið hefðbundna hljóðfæri helgihaldsins er orgelið. Þótt saga þess við íslenskar aðstæður sé skemmri en víða annarsstaðar, þá nýtur það mikillar virðingar umfram önnur hljóðfæri. Hljómur orgelsins eykur með sérstökum hætti við fegurð kirkjuathafnanna og prýðir umgjörð þeirra. Önnur hljóðfæri þjóna einnig að helgihaldi safnaðanna eftir því sem hentar hinni helgu þjónustu á hverjum tíma, sem og hinu heilaga húsi. Allt skal þjóna til uppbyggingar í söfnuðinum. Guðsþjónustur kirkjunnar eru með mismunandi sniði og helgihald fer fram með ólíkum hópum á mismunandi aldri og á ýmsum stöðum, ekki aðeins í kirkjuhúsum. Öllu þessu er mætt með mismunandi hljóðfærum. Offast er þar um að ræða gítar eða píanó. Hvetja þarf einnig til aukinnar notkunar annarra hljóðfæra einkum þegar böm eða fullorðnir úr söfnuðinum geta auðgað helgihaldið með list sinni og gáfu. Um kirkjutónlistarfólk Kirkjan gerir ráð fyrir því að kirkjutónlistarfólk sé sér þess meðvitað að það er köllun þess að rækja og iðka kirkjutónlistina og auka ríkdóm hennar og virðingu. Þess er vænst að þau sem starfa undir merkjum hennar leiti eftir endurnýjun í kirkjutónlistinni sem ber á sér merki hennar bæði í textum og í uppruna. Þar er jafnt þörf á efni fyrir almennan söng, sem og því sem hentar stórum og framúrskarandi kórum eða litlum kirkjukórum, en einkum því sem þjónar almennri þátttöku alls safnaðarins. Allt kirkjutónlistarfólk þarf að eiga möguleika á því að sækja námskeið og hafa aðgang að hagnýtu efni jafnt um trú og siði kristinnar kirkju sem um sálma, söng og tónlist. Um texta við tónlist kirkjunnar Textar við tónlist kirkjunnar þurfa að vera í samhljóðan við kenningu kirkjunnar. Grundvöllur þeirra er boðskapur Heilagrar ritningar eins og hann er tjáður i nafni Jesú Krists. Þeir byggja á uppsprettum helgrar þjónustu sem þjónað hafa kynslóðunum og horfa fram til hins verðandi, bæði á jörðu og á himni. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.