Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 75
8. mál.
Þingsályktun um kirkjuþingskosningar
11. mál. Þingsályktun um skipan prófastsdæma
Kirkjuþing 2004 afgreiddi 8. mál og 11. mál með eftirfarandi
Ályktun
Kirkjuþing 2004 samþykkir að kjósa fimm manna nefnd kirkjuþingsfulltrúa til að fara
yfir skipan prófastsdæma á landinu í samráði við biskupafund og aðra aðila.
Nefhdin athugi einnig núgildandi fyrirkomulag kosninga til Kirkjuþings.
Aflað verði umsagna héraðsfunda á næsta ári að undangenginni nauðsynlegri almennri
kynningu. Nefndin skili áliti sínu til biskupafundar og Kirkjuráðs með tillögum í
samræmi við þá niðurstöðu sem starf nefndarinnar leiðir til.
8. mál Þingsályktun um kirkjuþingskosningar
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Halldór Gunnarsson
Kirkjuþing 2004 samþykkir að fela Kirkjuráði að skipa starfshóp til að fara yfir
núgildandi fyrirkomulag kosninga til Kirkjuþings. Kirkjuráð leggi fram tillögur til
breytinga á lögum og starfsreglum ef þurfa þykir á Kirkjuþingi 2005.
Greinargerð
Við setningu Þjóðkirkjulaga nr. 78/1997 var ákvæðum um Kirkjuþing breytt umtalsvert
ffá fyrri skipan. Má líta svo á að stofnað hafi verið til nýs Kirkjuþings með nýjum
skyldum og ábyrgð. Kirkjuþing fer í dag með æðsta vald Þjóðkirkjunnar, þó “innan
lögmæltra marka” eins og segir í 20. gr. laganna. Skipan Kirkjuþings breyttist einnig
talsvert þar sem prestar sem áður voru í meirihluta eru nú 9 talsins og leikmenn 12.
Forseti þingsins er kosinn úr röðum leikmanna. Kosið hefur verið til Kirkjuþings tvívegis
eftir gildistöku Þjóðkirkjulaganna, þ.e. 1998 og 2002. Kjörgengir til þingsins úr röðum
leikmanna eru aðalmenn í sóknarnefndum. I síðari kosningunum var tekið upp það
nýmæli að leita tilnefninga úr röðum leikmanna, þó þannig að tilnefning væri
leiðbeinandi en ekki skilyrt. Bent hefur verið á að hugsanlega kunni að vera annmarkar á
núverandi skipan mála.
Það hefúr komið í ljós í báðum kosningum að þátttaka leikmanna í kjöri leikmanna til
Kirkjuþings er dræm. Veldur það nokkrum áhyggjum þar sem æskilegt er að fulltrúar á
Kirkjuþingi hafí traust bakland. Auk þess er það áhyggjuefni ef áhugi er ekki meiri á
störfum þingsins í röðum leikmanna en raun ber vitni. Ymsar skýringar geta verið á
þessu. Bent hefur verið á að vegna stærðar kjördæmanna séu líkindi til þess að
sóknamefndarmenn, sem kjósa leikmann úr kjördæminu á þing, þekki ekki nægilega vel
til þeirra sem kunna að hafa lýst yfir áhuga á þingsetu. Tilnefningum þeim, sem áður var
73