Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 101

Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 101
Þar segir: „ Eins ogfram kemur íþessari álitsgerð voru umráð lénskirkjueigna umboð, látið afhendi afkirkjunni sem stofnun með tilteknum skilyrðum. Handhafar umboðsins voru ábyrgir fyrri kirkjuyfirvöldum um forsjá eignanna. Þær voru m.ö.o. aðþessu leyti almenn “eign ” kirkjunnar í landinu. Hvorki lénsprestar né kirkjubœndur gátu notfœrt sér þær né með þær farið á grundvelli eignarréttar sjálfra sín. Þeir voru hver um sig umboðsmenn kirkjunnar sem stofnunar um rekstur og hag hinnar einstöku kirkju, sem var sjálfseignarstofnun að vísu en jafnframt hluti af einni skipulagslegri heild. Þegar óhjákvæmilegt var orðið að leita úrbóta á ágöllum hins forna lénsskipulags í kirkjumálum, hlaut það að nokkru að ganga útyfir rétt eða stöðu einstakra kirkna, til þess að unnt væri að rétta hlut hinna, sem höfðu alls ónógar tekjur af eignum sínum. A síðustu öld var með lögum farið að jafna tekjur kirkna eða prestakalla með því móti að skylda tekjuhá brauð til þess að leggja hluta tekna sinna til hinna fátækari. Forsenda þeirra ráðstafana var sá skilningur, að arður af kirkjueignum væri almenn “eign” þjóðkirkjunnar. Þeim skilningi var ekki andmælt af neinum. Lögin um Kirkjujarðasjóð frá 1907 byggja á sama skilningi. Þau voru byggð á þeim rökum, að kirlgujarðir væru kirkjueign og að þær skyldu eftirleiðis sem áður þjóna því hlutverki að styrkja kristnihaldið í landinu, þó að breyting á umráðum þeirra þætti óhjákvœmileg. Framkvæmd þessara laga, svo og bylting í efnahagskerfi landsins, hnekkir ekki tilgangi þeirra né þeim grundvallarskilningi, sem þau byggðust á.” Lögin um Kristnisjóð taka mið af löggjöfmni frá 1907. Með þeim lögum fékkst enn staðfesting Alþingis á því að kirkjujarðir séu kirkjunnar eign og afleiðing þeirra staðreynda sé sú að þær eigi að koma kirkjunni að notum með almennar þarfir hennar í huga. Þessum skilningi hefur ekki verið mótmælt af neinum aðila málsins. Mér fmnst í ljósi þessa eðlilegt að endurskoða hlunnindi presta vegna prestssetursjarða. Prestum ber ekki lengur að standa undir rekstri embættisins eða viðhaldi og rekstri viðkomandi sóknarkirkju. Prestar eru því ekki lengur lénsmenn, eins og áður var. Það jaðrar líka við siðleysi að menn skuli kreíjast réttinda án skuldbindinga, arðs án ábyrgðar. Hlunnindin ættu að koma þjónustu kirkjunnar allrar til góða og vera til að styrkja þjónustu orðs og sakramenta. Því ættu þau að renna í sameiginlega sjóði Þjóðkirkjunnar, enda eru laun langflestra presta þjóðkirkjunnar greidd úr einum sjóði gegnum Fjársýslu ríkisins. Eiginlegur arður af hlunnindum gæti þannig orðið til að styrkja þann sjóð sem stendur undir embættiskostnaði prestanna. Eins væri ekki óeðlilegt að einhver hluti hlunnindanna rynni og til reksturs kirknanna enda stóðu hlunnindi prestssetursjarða undir rekstri þeirra jafnframt eins og áður er rakið. Svo er hin umræðan, sem mikilvægt er að taka og snýst um þá staði sem kirkjunni er í mun að viðhalda af reisn vegna sögulegra, menningarlegra og hefðarforsenda. Skilgreina þarf hlutverk viðkomandi prests sem situr þann stað í því að vera staðarhaldari þar og með hvaða hætti komið er til móts við þá skyldu af hálfu kirkjunnar í landinu. Mikilvægt er að þessi mál séu uppi á borðinu, réttur og skyldur séu skilgreindar og samið um í hverju einstöku tilviki. 2. Nýverið var gert opinbert að Biblíuþýðingin nýja verður gefin út hjá einkafyrirtæki en ekki af Biblíufélaginu eins og verið hefur. Óskað er skýringa á þessari ákvörðun? Svar. Saga hins íslenska Biblíufélags er löng og merk. Það hefur lengst af séð um útgáfu hinnar íslensku Biblíu. Um all langt árabil frá 1866 til 1981 annaðist hið Breska erlenda 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.