Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 102

Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 102
biblíufélag útgáfuna. Það merka félag setti þau skilyrði að við yrðum að sleppa Aprókrýfubókunum út úr okkar kanón og það var miður. Nú er stefnt að þvi að bæta þar úr. Nú hefur, eins og fyrirspyrjandi minnti á, staðið yfir um árabil ítarleg endurskoðun biblíuþýðingarinnar og nú loks sér fyrir endann á því og útgáfan áformuð 2006 á hinu mikla afmælisári. Biblíufélagið er ekki öflugt félag og þegar menn stóðu frammi fyrir þessu verkefni að koma bókinni út þá var það að ráði að leita til sérfræðinga í útgáfumálum og fá ráð. Þar var mælt eindregið með því að leitað yrði til og gerður samningur við útgáfufélag á markaði, til þess að geta gefið út bók bókanna með sem mestum metnaði. Þetta téða útgáfufélag tók þetta að sér og gerður var samningur við það. Leitað hafði verið hófanna hjá öðrum útgáfufélögum, en niðurstaðan var að það var gengið til samninga við Jóhann Pál Valdimarsson. Samningurinn er mjög traustur fyrir Biblíufélagið. Það ræður og hefur síðasta orðið, en útgefandinn tekur á sig talsverða áhættu varðandi hin ýmsu form útgáfunnar, sem sagt, útgáfu sem að einkum væri ætluð yngra fólki, fermingarbörnum, unglingum þá með sérstökum skýringum og í pappírskilju og svo framvegis, hin mismunandi form og útlit. Við viljum auka sem mest dreifingu biblíunnar og ekki bara að auka dreifingu hennar, við viljum líka tryggja það að hún verði sem mest aðlaðandi fyrir sem flesta, þannig að sem flestir finni hvöt hjá sér að opna hana og kynna sér innihald hennar og efni. Biblíufélagið sjálft mun leggja megin áherslu á að þar sem kraftarnir fara ekki í prentun og dreifíngu mun félagið einbeita sér frekar að kynningarstarfi og fræðslu. 3. Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu (Hólvallagarður) ber nokkur einkenni vanhirðu. Myndi biskup vilja beita áhrifum sínum til þess að úr þessu verði bætt? Svar. Eg er ekki sammála því að garðurinn sé í mikilli niðumíðslu. En ég er sammála að kirkjugarðurinn við Suðurgötu er einhver mesta perla i Reykjavík. Hann hefur vakið athygli. Það hefur meira að segja verið hugað að fá hann viðurkenndan sem Evrópuminjar, vegna þess að hann þykir einstakur í Evrópu. En viðhald þessa garðs er gríðarlega dýrt, enda verður ekki farið með venjulegum tækjum við slátt og hirðingu. Mannshöndin verður að koma þar að. Unnið er að stéttalögn í garðinum frá miðju tengistígs milli Suðurgötu og Ljósvallagötu og Reykjavíkurborg kostar þessa framkvæmd. En þær helluhrúgur sem fyrirspyrjandi hefur rekist á eru sennilega hluti af því verki sem er í vinnslu. Hólavallagarður er í umsjá kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og hefur verið stofnuð sérstök þróunamefnd um garðinn. Hún er skipuð fulltrúum frá Fornminjanefnd ríkisins, Biskupsstofu og Reykjavíkurborg auk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem er til ráðgjafar við að móta verndarstefnu í garðinum. Það hefur mikil vinna verið lögð í að viðhalda steypujámgerðum og krossum sem eitt merkilegasta sem er að fínna í þessum garði, en það er orðið fátítt í Evrópu. Steypujárnskrossar og gerði voru gjarnan hirt á stríðstímum til bræða upp byssukúlur en við sluppum við það hér. Mörg þessar steypujárngerða og minningamarka hafa verið í niðurníðslu. En núna hefur verið gert átak í þessum efnum að lagfæra þetta. Eldsmiðjan á Þingeyri vinnur þar mikið verk við að steypa upp og lagfæra þessi minningarmörk. Þetta er gríðarlega dýrt en það er unnið að þessu jafnt og þétt. 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.