Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 105

Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 105
Lokaorð forseta Kirkjuþings. Ágætu þingfulltrúar, starfsfólk og gestir. Kirkjuþing 2004 er að ljúka störfum. Að þessu sinni hafa allir, sem áhuga hafa, getað fylgst jafnóðum með ffamvindu mála á þinginu, þar sem öll þingmál voru sett inn á kirkjuvefinn, þegar þau voru lögð fram. Síðan voru málin aftur birt þar þegar þau voru endanlega afgreidd frá þinginu. Gott starfsfólk Kirkjuþings hefur náð þessu marki með þeirri tækni, sem það hefur hér yfir að ráða. Er það mikil breyting á fáum árum, þegar langan tíma tók að koma þessu efni á framfæri. Vil ég þakka starfsfólki kærlega fyrir þetta og önnur þeirra vel unni störf eins og jafnan áður á Kirkjuþingi, um leið og ég flyt öllum kirkjuþingsfulltrúum bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á þessu Kirkjuþingi. Ég veit ekki hvort Halldór Gunnarsson hefur fengið hugskeyti frá mér þegar hann lýsti áðan ánægju sinni með störf þessa þings, en það hefúr verið mér efst í huga síðustu dagana, hvað störfm hafa gengið hér vel og hvað menn hafa gengið til verks með gleði. Sannarlega hafa því ræst von mín og ósk, sem ég bar fram í upphafí þings, því að allir hafa lagt sig fram við að ganga glaðir til starfa og leita bestu leiðanna í hverju máli, sem hver og einn hefúr getað fúndið. Og árangurinn hefur orðið í samræmi við það. Á þessu þingi voru lögð fram tuttugu mál. Eitt var dregið til baka, en önnur hafa fengið einhverja afgreiðslu. Athyglisvert er að aðeins voru gerðar breytingar á tveimur starfsreglum og einar voru numdar úr gildi. Er það mikil breyting frá því sem áður var, þegar setning þeirra var aðal verkefnið. Nú hefur fyrst og fremst verið fjallað um vinnubrögð kirkjunnar og markmiðssetningar í samræmi við þau umfangsmiklu og knýjandi verkefni, sem kirkjan þarf að leysa af hendi og aðstæður í samfélaginu kallar á. Mér hefur fundist umræðan, sem hér hefur farið fram, hafa borið þann árangur, að ég geri mér betur grein fyrir verkefnunum morgundagsins. Þar var dregið fram, að auðvitað eru það málefnin og árangur starfsins, sem við hljótum að horfa á. Síðan er það skipulagið og vinnubrögðin, sem verðum við að aðlaga miðað við hinar gjörbreyttu aðstæður nýrra tíma. Ég held því að umræðan hér og ríkjandi viðhorf hafi verið tímabært og gott veganesti fyrir nefndina sem við vorum að kjósa og á nú að fara að taka til við vandasamt starf. Ég vil endurtaka þakklæti mitt til ykkar og óska öllum góðrar heimkomu og velfarnaðar í störfum. í þeim störfum bíður okkar m.a. að vinna áfram að því sem við höfum verið að fjalla hér um á kirkjuþingi. í því sambandi hefur verið rætt um tengsl fulltrúa við grasrótina, héraðsfundi og söfnuði. Á þeim vettvangi höfum við skyldum að gegna að gera það, sem í okkar valdi stendur að kynna málefni kirkjuþings og vinna að framgangi þeirra. Jón Helgason. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.