Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 30

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 30
Bjöm Magnússon greinis, þýtt af sumum: guð að eðli).Tómas ávarpar hann: „Drottinn minn og Guð minn” (20,28). Það þarf varla að taka það fram, að sú mynd af Kristi, sem þarna kemur fram, er orðin harla ólík hinni upprunalegu Kristmynd hinna guðspjallanna. Hér liggur að baki alllöng þróun, hið sögulega líf er orðið fjarlægt, en hugmyndirnar mótaðar í form heimspekilegra hugmynda, sem uppi voru. Með Logosarhugmyndinni reyndi höfundur guðspjallsins „að laga kristindóminn eftir hinu víðara umhverfi þess heims, sem hann var nú kominn í, er hann setti hugmynd, sem var greinilegur ávöxtur grískrar hugsunar, í stað hinnar gyðinglegu Messíasarhugmyndar, sem áður var þungamiðjan, en um leið og hann gerði það, virðist hann ósjálf- rátt hafa gefið trúnni, sem hann boðaði, nýjan blæ og stefnu er leiddi til meiri áherslu á gríska hugsanahneigð (intellectualism), sem stundum lá nærri að stíflaði lífsuppsprettur hennar, þegar fram í sótti” (Macnicol, bls. 200). Þó er rétt að geta þess, að hugmyndin um holdtekju Logosar var ný hjá Jóhannesi, og tengir kenningu hans um upphafna og dýrðlega guðssoninn við hina sögulegu persónu Jesú. Þrátt fyrir allt er það hinn sami Jesús, sem stendur að baki, eingöngu séður í blámóðu þeirrar fjarlægðar, sem gerir alla menn meiri, guðmennin að guði. Kristsmynd I. Jóhannesarbréfs fellur nær alveg saman við Jóhannesar- guðspjall, og skal því ekki gerð sérstaklega að umtalsefni. Öðru máli gegnir með Opinberunarbókina, enda þótt þar sé um skylda hluti að ræða. Bókin notar margar líkingar í stíl opinberunarrita Síðgyðingsdómsins, og sýnir með þeim tign og vald Krists. Mest ber á líkingunni um lambið slátraða. Getur þar bæði verið um áhrif að ræða frá Jesaja 53, um hinn líðandi þjón Jahve, og frá páskalambi Gyðinga (sbr. I. Kor. 5,7). Lambið er ímynd sakleysis og þolgæðis, og með blóði sínu hreinsar það syndir mannanna. En út úr bókinni, með öllum myndum hennar og líkingum, skín, að Jesús er í rauninni meiri en allar þessar tilraunir til að tákna hann. Hvorki ímyndaauðlegð Gyðinga né heimspekigáfa Grikkja geta gripið hann; í trú og lífi sjáandans er hann meira virði en þeir geta látið í ljós, hið eina nafn, sem honum hæfir, er nafnið, sem öllum nöfnum er æðra (sbr. Mack J.Chr. bls. 93). 5) Endurkoma Krists í Nýja testamentinu Áður en skilist er til fulls við kristsmynd þá, sem fá má af Nýja testa- mentinu, hlýðir að minna á eitt atriði, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allar hugmyndir um Krist, en á þó í raun og veru frekar heima í heimsskoðuninni en í kristsmyndinni. Það er hugmyndin um nálæga endurkomu Krists og um Krist sem dómara. En þar er raunar komið að því atriði, sem einna mest hefur verið ritað um í sambandi við skilning manna á Jesú á síðustu árum. Jesús talar í samstofna guðspjöllunum um endurkomu sína (Mk. 13 og hliðst). Ekki er hægt að fullyrða um það af þeim ummælum, hvort hann telur hana nálæga eða ekki. Það, sem ótví- rætt felst í ummælum hans er þetta: „Að málefni hans muni sigra; sigra 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.