Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 30
Bjöm Magnússon
greinis, þýtt af sumum: guð að eðli).Tómas ávarpar hann: „Drottinn minn
og Guð minn” (20,28).
Það þarf varla að taka það fram, að sú mynd af Kristi, sem þarna
kemur fram, er orðin harla ólík hinni upprunalegu Kristmynd hinna
guðspjallanna. Hér liggur að baki alllöng þróun, hið sögulega líf er orðið
fjarlægt, en hugmyndirnar mótaðar í form heimspekilegra hugmynda,
sem uppi voru. Með Logosarhugmyndinni reyndi höfundur guðspjallsins
„að laga kristindóminn eftir hinu víðara umhverfi þess heims, sem hann
var nú kominn í, er hann setti hugmynd, sem var greinilegur ávöxtur
grískrar hugsunar, í stað hinnar gyðinglegu Messíasarhugmyndar, sem
áður var þungamiðjan, en um leið og hann gerði það, virðist hann ósjálf-
rátt hafa gefið trúnni, sem hann boðaði, nýjan blæ og stefnu er leiddi til
meiri áherslu á gríska hugsanahneigð (intellectualism), sem stundum lá
nærri að stíflaði lífsuppsprettur hennar, þegar fram í sótti” (Macnicol,
bls. 200). Þó er rétt að geta þess, að hugmyndin um holdtekju Logosar
var ný hjá Jóhannesi, og tengir kenningu hans um upphafna og dýrðlega
guðssoninn við hina sögulegu persónu Jesú. Þrátt fyrir allt er það hinn
sami Jesús, sem stendur að baki, eingöngu séður í blámóðu þeirrar
fjarlægðar, sem gerir alla menn meiri, guðmennin að guði.
Kristsmynd I. Jóhannesarbréfs fellur nær alveg saman við Jóhannesar-
guðspjall, og skal því ekki gerð sérstaklega að umtalsefni. Öðru máli
gegnir með Opinberunarbókina, enda þótt þar sé um skylda hluti að ræða.
Bókin notar margar líkingar í stíl opinberunarrita Síðgyðingsdómsins, og
sýnir með þeim tign og vald Krists. Mest ber á líkingunni um lambið
slátraða. Getur þar bæði verið um áhrif að ræða frá Jesaja 53, um hinn
líðandi þjón Jahve, og frá páskalambi Gyðinga (sbr. I. Kor. 5,7). Lambið
er ímynd sakleysis og þolgæðis, og með blóði sínu hreinsar það syndir
mannanna. En út úr bókinni, með öllum myndum hennar og líkingum,
skín, að Jesús er í rauninni meiri en allar þessar tilraunir til að tákna
hann. Hvorki ímyndaauðlegð Gyðinga né heimspekigáfa Grikkja geta
gripið hann; í trú og lífi sjáandans er hann meira virði en þeir geta látið í
ljós, hið eina nafn, sem honum hæfir, er nafnið, sem öllum nöfnum er
æðra (sbr. Mack J.Chr. bls. 93).
5) Endurkoma Krists í Nýja testamentinu
Áður en skilist er til fulls við kristsmynd þá, sem fá má af Nýja testa-
mentinu, hlýðir að minna á eitt atriði, sem gengur eins og rauður þráður
í gegnum allar hugmyndir um Krist, en á þó í raun og veru frekar heima
í heimsskoðuninni en í kristsmyndinni. Það er hugmyndin um nálæga
endurkomu Krists og um Krist sem dómara. En þar er raunar komið að
því atriði, sem einna mest hefur verið ritað um í sambandi við skilning
manna á Jesú á síðustu árum. Jesús talar í samstofna guðspjöllunum um
endurkomu sína (Mk. 13 og hliðst). Ekki er hægt að fullyrða um það af
þeim ummælum, hvort hann telur hana nálæga eða ekki. Það, sem ótví-
rætt felst í ummælum hans er þetta: „Að málefni hans muni sigra; sigra
28