Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 50
Bjöm Magnússon í ýtrustu mynd sinni birtist tvíveldiskenningin í kenningu gnóstíka, sérstaklega Markions. Þar er heimurinn talinn skapaður af illum Guði, sem Markion taldi vera guð Gamla testamentisins, og sem stendur í algjörri mótsetningu við hinn góða guð, föður Krists. I þessari ýtrustu mynd hefur tvíveldiskenningin aldrei fengið viðurkenningu kirkjunnar. En áhrif hennar má sjá í heimsflóttakenningum og meinlætalifnaði, og varanlegri mynd í munkdómi kaþólsku kirkjunnar. Einnig birtast áhrif hennar í djöflatrú og galdratrú, sem náði hámarki sínu á tímun hins lútherska rétttrúnaðar á 17. öld. Að tvíveldiskenningin hefur reynst svo lífseig liggur í því, að hún gerir tilraun til að skýra hið mikla vandamál um það, hvernig hið illa í heiminum geti samrýmst gæsku Guðs. Sé allt runnið frá illu valdi utan hins góða Guðs, þá er enginn vandi að skýra tilveru þess illa og góða hvors við annars hlið. En þessi tilraun er yfirborðsleg, ef hún telur hið illa upprunnið fyrir fall frá hinu góða, því að með því er í raun og veru alls ekki svarað spumingunni um uppmna þess, heldur er henni eingöngu skotið á frest. Sé hið illa hinsvegar talið jafn upprunalegt hinu góða, þá er um algjöra tvískiptingu tilverunnar að ræða, en slíkt fær alls ekki samrýmst guðshugmynd Jesú. Hvernig kristindómurinn samrýmir þetta tvennt, hið illa í heiminum og hugmyndina um almáttugan og góðan Guð, er vikið að hér að framan. Kristindómurinn heldur þannig fast við það, að heimurinn sé, þrátt fyrir allt, heimur Guðs, orðinn til fyrir skapandi kraft hans, og lútandi lögum hans í öllu, sem gerist. Gagnstætt skoðun síðgyðingsdómsins, að Guð hafi eitt sinn skapað heiminn fyrir hönd milliliða og láti þá síðan stjórna honum, en sé sjálfur hátt hafinn yfir öll afskipti af heiminum, og gagnstætt skoðun deismans, að Guð hafi gert heiminn eins og vél, sem gangi af sjálfu sé án þess að nokkuð þurfi að skipta sér af henni framar, heldur kristindómurinn fram því, að Guði hafi bæði skapað heiminn, sem andlag þess kærleika, er gefur sjálfan sig, og að hann stjórni honum og haldi honum við, eftir því sem kærleikur hans og alviska sér henta. En hann gerir skýran greinarmun á heiminum og Guði. Þar stendur hann í andstöðu við algyðistrú (panþeisma), og hið tiltölulega nýja milhstig milli algyðistrúar og guðleysis: einhyggjuna (monismann). Algyðistrúin hefur hlotið einna rökfastasta framsetningu í Ethik Spinoza. Guð er þar talinn hin hreina vera (substantia) en hinir einstöku hlutir eru hættir (modi) birtingar hans. Skyld er heimsskoðun hinna indversku trúarbragða með þeim mismun þó, að þau líta á heiminn sem algera blekkingu (maya). „Óveruleiki heimsins leiðir af þeirri sannfæringu að hinn eini veruleiki sé hinn algjöri (Brahman-Atman, sem er andlag og frumlag í senn (subject-object) hin ógreinanlega eining, hinn eini án nokkurs annars”. „Heimurinn er skoðaður sem hula, sem hylur Guð, og sem þarf að rífa sundur og troða undir fótum ef Guð á að 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.