Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 50
Bjöm Magnússon
í ýtrustu mynd sinni birtist tvíveldiskenningin í kenningu gnóstíka,
sérstaklega Markions. Þar er heimurinn talinn skapaður af illum Guði,
sem Markion taldi vera guð Gamla testamentisins, og sem stendur í
algjörri mótsetningu við hinn góða guð, föður Krists. I þessari ýtrustu
mynd hefur tvíveldiskenningin aldrei fengið viðurkenningu kirkjunnar.
En áhrif hennar má sjá í heimsflóttakenningum og meinlætalifnaði, og
varanlegri mynd í munkdómi kaþólsku kirkjunnar. Einnig birtast áhrif
hennar í djöflatrú og galdratrú, sem náði hámarki sínu á tímun hins
lútherska rétttrúnaðar á 17. öld.
Að tvíveldiskenningin hefur reynst svo lífseig liggur í því, að hún gerir
tilraun til að skýra hið mikla vandamál um það, hvernig hið illa í
heiminum geti samrýmst gæsku Guðs. Sé allt runnið frá illu valdi utan
hins góða Guðs, þá er enginn vandi að skýra tilveru þess illa og góða
hvors við annars hlið. En þessi tilraun er yfirborðsleg, ef hún telur hið
illa upprunnið fyrir fall frá hinu góða, því að með því er í raun og veru
alls ekki svarað spumingunni um uppmna þess, heldur er henni eingöngu
skotið á frest. Sé hið illa hinsvegar talið jafn upprunalegt hinu góða, þá er
um algjöra tvískiptingu tilverunnar að ræða, en slíkt fær alls ekki
samrýmst guðshugmynd Jesú. Hvernig kristindómurinn samrýmir þetta
tvennt, hið illa í heiminum og hugmyndina um almáttugan og góðan Guð,
er vikið að hér að framan.
Kristindómurinn heldur þannig fast við það, að heimurinn sé, þrátt
fyrir allt, heimur Guðs, orðinn til fyrir skapandi kraft hans, og lútandi
lögum hans í öllu, sem gerist. Gagnstætt skoðun síðgyðingsdómsins, að
Guð hafi eitt sinn skapað heiminn fyrir hönd milliliða og láti þá síðan
stjórna honum, en sé sjálfur hátt hafinn yfir öll afskipti af heiminum, og
gagnstætt skoðun deismans, að Guð hafi gert heiminn eins og vél, sem
gangi af sjálfu sé án þess að nokkuð þurfi að skipta sér af henni framar,
heldur kristindómurinn fram því, að Guði hafi bæði skapað heiminn, sem
andlag þess kærleika, er gefur sjálfan sig, og að hann stjórni honum og
haldi honum við, eftir því sem kærleikur hans og alviska sér henta. En
hann gerir skýran greinarmun á heiminum og Guði. Þar stendur hann í
andstöðu við algyðistrú (panþeisma), og hið tiltölulega nýja milhstig milli
algyðistrúar og guðleysis: einhyggjuna (monismann).
Algyðistrúin hefur hlotið einna rökfastasta framsetningu í Ethik
Spinoza. Guð er þar talinn hin hreina vera (substantia) en hinir einstöku
hlutir eru hættir (modi) birtingar hans. Skyld er heimsskoðun hinna
indversku trúarbragða með þeim mismun þó, að þau líta á heiminn sem
algera blekkingu (maya). „Óveruleiki heimsins leiðir af þeirri
sannfæringu að hinn eini veruleiki sé hinn algjöri (Brahman-Atman, sem
er andlag og frumlag í senn (subject-object) hin ógreinanlega eining, hinn
eini án nokkurs annars”. „Heimurinn er skoðaður sem hula, sem hylur
Guð, og sem þarf að rífa sundur og troða undir fótum ef Guð á að
48