Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 169

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 169
Sérkenni kristindómsins V. BOÐUN KRISTINDÓMSINS Þegar hér skal rætt um það, hvers beri helst að gæta, að dómi reynslunnar, til þess að þau sérkenni, sem að framan er lýst, njóti sín sem best í kristindómsboðun nútímans, þá mun ég aðallega snúa mér að kristindómsboðun meðal kristinna þjóða, með því að sú hlið málsins er einkum vakandi fyrir oss á landi hér, og snertir því meir tilgang þessarar ritgerðar, en þó mun að því loknu verða vikið mjög stuttlega að kristindómsboðun meðal ókristinnna þjóða. 1. Kristindómsboðun meðal kristinna þjóða Það leiðir af því, sem sagt hefur verið um sérkenni kristindómsins, hvernig þau birtast í kristindómnum sem þekkingu, samlífi við Guð og verkandi siðgæðiskrafti, að sú kristindómsboðun, sem gæta skal þessara sérkenna, verður að miða að því að efla þetta þrennt: þekkingaratriði kristindómsins, hið innra trúarlíf og hið siðgóða ytra líf mannanna. Og allt þetta verður að fara saman, svo að engu sé gleymt og ekkert of einhliða boðað, heldur styðji hvað annað, eins og eðlileg og samræm heild. Reynslan hefur sýnt, að þar sem einhliða áhersla hefur verið lögð á eitthvert þessara atriða, þar hefur trúarlífið lent út í öfgar til þeirrar hliðar. Nægir að benda á því til stuðnings, hvernig í austurkirkjunni hefur verið lögð einhliða áhersla á helgisiðina og hið innra líf, til tjóns fyrir þekkingar- og framkvæmdahliðarnar, hvernig rómverska kirkjan hefur oftlega lagt mestan þunga á réttlæti verkanna, en boðun fagnaðarerindisins og innilegt trúarlíf hefur orðið seinna í lestinni, og hvernig lútherski rétttrúnaðurinn sneri sér mest að framsetningu hinnar réttu kenningar, en trúarhiti og siðgæðisáhrif dofnuðu fyrir þær sakir. Þessi dæmi hinna stóru kirkjudeilda má vitanlega ekki skilja svo, að ekki hafi verið margar undantekningar frá þeim í lífi einstakra meðlima þeirra, en heildarmyndin er þessi, og hefur alls staðar leitt til tjóns á þeim sviðum, sem vanrækt hafa verið. Nákvæmari dæmi um hið sama, sem sýna þessa einhliða áherslu og skaðsemi hennar mjög ljóslega, má finna meðal ýmissa sér-flokka eða stefna, eins og ýmissa mýstískra flokka, er hafa eingöngu byggt á hinu „innra lífi”, skynsemistrúaröldunnar um næst- síðustu aldamót, er kristindómsboðunin snerist upp í alls konar fróð- leikstal, og sumra þeirra af nýrri guðfræðistefnu, er hafa viljað snúa kristindómnum upp í eintóman siðalærdóm. Það er óþarfi að rekja það lengra, hverjum þeim, sem hefur gert sér Ijóst, að kristindómurinn hefur þrjár hliðar, þær sem um hefur verið rætt, hlýtur að skiljast, að enga þeirra má draga fram á kostnað annarrar. Þar verður að vera fullkomið jafnvægi. 167
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.