Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 17
Með öfugum formerkjum
þörfum. . . fyrir sálum hinna syndugu f hreinsunareldinum . . . Kyrie
eleison . . . (bls. 408)
Milli upphafs og endis gerist vitaskuld margt, og miðað við það, svo og
heildarsamhengi verksins, boðar bænin í lokin ekki von. Hún ber keim af
kaldhæðni og vísar til upphafsins, til endurtekningar og stöðnunar. Ekkert
mun breytast í þessu ónafngreinda „lýðveldi" forsetans. Dauði, eyðing og
ógn mvrnu áfram ríkja.
í bókinni er samt ekki viðhöfð hin einfalda skipting milli góðra og
vondra, sem gjaman einkennir ádeiluverk, jaíhvel þó sumar persónur séu
öðrum verri og til séu saklaus fómarlömb. Og þótt forsetinn, sem er
nafnlaus rétt eins og landið, virðist bera ábyrgð á ófremdarástandinu sem
ríkir, þá er líkt og hann sé miklu fremur að viðhalda stjómarháttum er
vom fyrir hendi áður en hann komst til valda. Enda er hvergi vikið að því
hvemig hann náði völdum. Nóg er samt gefið í skyn til að lesandinn viti að
hann hafi ekki hrifsað þau, og sé maður sem gangi inn í embætti að
undangengnum sýndarkosningum. Valdið er því ekki að öllu leyti bimdið
persónu forsetans sjálfs. Hann er valdið, eins konar holdtekja þess.
Persónueinkenni forsetans em því fá og óljós, nema auðsætt er að
hann er haldinn hefndar- og kvalalosta, og að því ýjað að það stafi af
niðurlægingu sem hann hafði orðið að þola í æsku sem sonur fátækrar
ekkju. Hún kom honum þó til mennta, en hann varð aldrei nema þriðja
flokks lögfræðingur.
Nú er það ekki svo að forsetanum sé teflt fremst á svið sögunnar, þvert
á móti er hann lítið til staðar. Engu að síður verður mjög vart óbeinnar og
ógnvekjandi nærvem hans. Angar hans teygja sig um allt þjóðfélagið, hvort
sem um er að ræða stofnanir ríkisins eða hugsanir fólks og viðbrögð.
Meginstoð og stytta forsetans er herdómarinn, sem er nafhlaus eins og
forsetixm og því samsamaður embætti sínu. í þessu „lýðræðisríki" er að því
er virðist enginn borgaralegur dómstóll, aðeins herdómstóll. Og her-
dómarinn dæmir auðvitað í samræmi við vilja og óskir forsetans. Lög og
réttur em víðsfjarri. Pyntingum er beitt við fanga til að ná fram játningu. í
raun er herdómarinn framlenging á forsetanum.
Herdómaranum hðst ekki að eiga frumkvæði að einu eða neinu. Á hinn
bóginn fær hann óáreittur að stunda sína einkaiðju í skjóli valdsins, en
hún er sú að selja unga kvenfanga á hóruhús Chón Gulltannar. Gulltönnin
stjómar hóruhúsi sínu af skörungsskap og ekkert í því húsi fer framhjá
hermi. Á sínum yngri árum hafði hún verið ástkona forsetans, þegar hann
var aðeins ráðherra. Samsvörun er því milli hans og Chón Gulltannar, og
skapar það viss hugrenningatengsl: að hóruhúsið sé vasaútgáfa af lýðveldi
15