Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 288
Ritdómar
Kirkjuskipanin krafðist. Á 16. öldinni og fram eftir þeirri 17. virðist því
hafa verið um að ræða töluverða fjölbreytni í guðsþjónustusiðum, enda
gerði Kirkjuskipanin ekki annað en draga upp meginlínur um það, hvemig
guðsþjónustan skyldi fara fram en kvað ekki á um ferli hennar í einstökum
atriðiun.
En smám saman festust dönsku bækumar í sessi og sálmamessa, þar
sem hinir fostu messuliðir vom í formi sálma, náði yfirhöndinni. Kirkju-
skipanin gerir ráð fjTÍr, að rnessan sé á hátíðum simgin á latínu og þeim
sið var fylgt í Noregi fram eftir 17. öldinni, sérstaklega við dómkirkjumar,
en öfugt við þróunina hér á landi vom messuliðimir ekki þýddir, heldur
hurfu þeir úr notkun í Noregi og Danmörku við það að latínan vék sem
guðsþjónustumál. Það gerðist endanlega í sambandi við útgáfu Kirkju-
rítúalsins árið 1685. Sálmabók Kingos kom út 1699 og mótaði hún ásamt
kirkjurítúalinu messusiði í Noregi til loka 18. aldar.
Auk messunnar hafði Ordinansían og að geyma leiðbeirnngar mn aðrar
guðsþjónustur og lýsir höfundirr þeim og gerir grein fyrir, hvernig þær
þróuðust í Noregi. Ordinansían gerir ráð fyrir, að óttusöngur og aftan-
söngur séu sungnir á latínu a.m.k. við skólana. Þróunin varð sú, að í stað
hins hefðbundna tíðasöngs, sem byggist á söng úr Saltara, ritningarlestri
og bænum, kom athöfn, þar sem almennur sálmasöngur var ráðandi auk
ritningarlesturs og bænagjörðar, en þættir tíðagjörðarinnar hurfu smám
saman. Auk morgun- og aftansöngs gerði Ordinansían ráð fyrir sérstökum
prédikunar- eða fræðsluguðsþjónustum, þar sem prédikað var út frá efni
Fræðanna og var þeim ákvæðmn fylgt eftir, sérstaklega í bæjvmum.
Þá lýsir höfundur þeim breytingum á kirkjuári og leskaflaskrám sem
urðu með lögfestingu breyttrar kirkjuskipunar og gerir grein fyrir öðrum
athöfnum svo sem skím og hjónavígslu. Það er allt hliðstætt því sem var
hér á landi, nema á íslandi var áfram haldið í gömlu, latnesku kollekt-
umar (sem vom aftur teknar upp með Handbókinni frá 1981), en annars
staðar í ríkjum Danakonungs vom notaðar kollektur Veit Dietrichs.
Annar hluti bókarinnar fjallar um tímann frá 1700 til 1814 og ber
yfirskriftina: Frá hóglátum óskum heittrúarstefnunnar til róttækra áætl-
ana upplýsingartímans um breytingar. Sálmamessan er orðin allsráðandi
á þessu tímabih og hefur hún oft farið fram með einfaldara sniði en rítúahð
gerði ráð fyrir til þess fyrst og fremst að stytta og einfalda messuna. Bæði
var prédikunin oft löng á þessum tíma og eins var farið að bæta við mess-
una ýmsum liðum svo sem bamaspurningum. Öðrum guðsþjónustum
fækkaði mikið. Á þeim tíma breyttist messan úr því að vera eins og
höfundur nefnir það „sálmamessa”, þ.e.a.s. messa, þar sem hinir fostu
286