Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 87
Lestur og ritskýring 1. Konntubréfs 8
Forsenda 1: Þekking höfum vér allir — návTEs yvcooiv exouev (8.1)
Forsenda 2: Skurðgoð er ekkert í heiminum — oú8ev eíScoÁov év KÓoucp
(8.4)
Forsenda 3: Enginn er Guð nema einn — oúSeís 0eös eí gn eTs (8.4)
Trúarjátning: Vér höfum einn Guð, föðurinn, sem allir hlutir eru frá og hf
vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir
eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann (8.6)
Alyktun: En matur mun ekki gjöra oss þóknanlega Guði. Hvorki
missum vér neins, þótt vér etum það ekki, né ávinnum vér
neitt, þótt vér etum (8.8)
Þessa tegund röksemdafærslu nefnir Aristóteles „dialektíska,” þar sem
sýnt er fram á tiltekin sannindi með forsendum er lýsa almennum
skoðunum flestra eða í það minnsta hinna vitru.95 Fyrsta forsendan sýnir
að hinir vitru höfðu sameiginlega þekkingu (yvóöots) sem grunn að
röksemdafærslu sinni. Alyktunin í versi 8 er eðlileg afleiðsla forsendnanna
í versum 1 og 4 og tjáð er í trúaijátninguimi í versi 6. Ef skurðgoð eru ekki
tij og enginn er Guð nema einn, þá hefur fómarkjöt enga merkingu.
Alyktun hinna óstyrku út frá sömu trúarjátningu var önnur, „því ekki,”
segir Páll, ,Jiafa allir þessa þekkingu” (’AÁA’ oúk év Traoiv ij yvcöoig- 8.7a).
Páll vísar hér til hinnar afleiddu þekkingar um merkingarleysi fómarkjöts
sem byggð er á sameiginlegri trú en ekki til þekkingar þeirrar sem vísað er
til í versum 1 og 4.96 Hegðan þeirra sem aðhyllast sömu trú eða kenningu
er því ekki endilega hin sama. Hvorki hinir vitm né hinir óstyrku trúðu á
skurðgoð; neysla á fórnarkjöti saurgaði þó einungis samvisku hinna
óstyrku er sniðgengu því fómarkjöt. Páll varar aftur á móti hina vitm við
því að særa óstyrka samvisku hinna veiklunduðu og gefur þar með í skyn
að þó svo að menn séu sammála um grundvallaratriði kristinnar trúar þá
þurfi breytni þeirra ekki að vera sú hin sama, né heldur viðhorf þeirra sem
byggist á þessum gmndvallaratriðum.97 Páll hvetur hina vitm til að virða
95 Aristóteles, Topica 100b21. Þessi tegund röksemdafærslu er ólík rökræðulist
eða prófunaraðferð Platons er hann nefndi einnig „díalektíska." Sjá
Platon, Gorgías. íslenzk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, sem einnig
ritar inngang. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Hið Islenzka Bókmennta-
félag. Reykjavik, 1991, bls. 16-17.
9® Sjá einnig 8.10, „En sjái einhver þig, sem hefur þekkingu á þessu (tóv
íXovto yvcöoiv), sitja til borðs í goðahofi . . .” Ljóst er að þekkingin sem til
umræðu er lýtur að merkingarleysi fórnarkjöts.
9^ 1. Kor 8.8. Með „grundvallaratriðum” kristinnar trúar á ég við trúar-
játningar safnaðanna í frumkristni (sjá 1. Kor 8.4 og 6; 15.1-7, 1. Þess 1.9
85