Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 242
Silja Aðalsteinsdóttir
klædd. í sveitinni voru þeir bræður alltaf saman, þar var þeirra paradís,
en í bænum hefur Garðar komist upp á milli þeirra, fallegur strákur sem á
allt til alls - finnst Ella Palla. Ella Palla dreymir dagdrauma mn að vera
annar en hann er eins og algengt er á neðri stigum siðferðisþroskans. I
sögunni færist hann upp á við, en það er sársaukafuU þrautaganga.
(2) Hið illa í sögunni er öfimdin og heigulskapminn sem stafa af lágu
sjálfsmati. Því er útrýmt úr lífi söguhetju með fræðslu og vaxandi
vitsmuna- og tilfinningaþroska. Þetta er mjög uppeldisfræðileg saga - mn
leið og hún er skemmtileg og spennandi. Hið illa er líka skepnuskapur
hrekkjusvínanna sem reyna að útrýma þeim krökkum úr umhverftnu sem
falla ekki að þeirra kröfum — eru ekki eins og þeir. Illska þeirra stafar af
því sama, lágu siðferðisstigi og sjálfsmati.
(3) Guð er sjálfsögð persóna í þessari sögu og englar hans líka - sem
skreyta himininn með rauðum skýjmn, eins og segir í henni. Yngri systkini
Ella Palla biðja bænir á kvöldin, það er ljúf skylda. Eitt kvöld hringir
síminn og Begga htla systir tekur tólið: „Faðir vor,“ svarar hún með allan
hugann við kvöldbænimar." Þessi guð er viðmiðun og leiðbeinandi, en ekki
eru gerðar kröfm til hans um að laga til í mannheimum þó að þar sé margt
öfugsnúið, það er hlutverk mannanna sjálfra. Til dæmis safna yngri
systkinin brauði handa hungruðmn heimi, það er þáttur í þjónustu þeirra
við guð og menn. Siðferðisstig sögunnar er hærra en söguhetju.
(4) Elh Palli þjáist, og þjáning hans stafar af brenglaðri sjálfsímynd og
alvarlegmn skorti á sjálfstrausti. Orsökin tengist flutningunum á mölina -
sem er hið sígilda syndafall íslenskra bókmennta. I sveitinni gat hann
verið eins og hann vildi, þurfti ekki að keppa við neinn. í bænum stendur
baráttan um ímyndina og milli hennar og samviskunnar. Þetta eru
þroskaverkir, en inn í þá blandast ólíkt gildismat þeirra sem í kringum
hann eru.
Þegar sagan hefst veit Elli Palh ekki lengur hvað er einhvers virði og
hvað ekki, og alla söguna glímir hann stöðugt við spuminguna mn það. í
sveitinni var lífið einfalt og ekkert val. í bænum sker lífsmunstm
fjölskyldunnar sig lir því sem Ehi Palli sér annars staðar og hann verður
óviss, missir fótfestuna. Heima hjá honum ríkja hin mjúku gildi. Fólkið þar
hefur ekki áhuga á fótbolta eins og „allir“ bæjarbúar, Qölskyldan fer á
bexjamó sem er hræðilega sveitalegt, amma hans ferðast um á hjóh og svo
taka þau slátur! „Ég borða aldrei svart en stundum brúnt ef það er heitt,“
segir Garðar fuhur viðbjóðs þegar hann kemur að þeim við þessa fáránlega
gamaldags iðju! Sígild tónhst og skáldskapur teljast hka til hinna mjúku
gilda.
240