Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 115
Píslarsaga og Passíusálmar
Dulúðarguðfræði
Sú hefð að hugleiða píshr Krists og gera sér þær hugleiknar varð mjög
áberandi í guðfræði og guðrækni síðmiðalda. Rekja má þá hefð til hinnar
s.k. píslar- eða þjáningardulúðar (passionsmystik).11 Að vissu leyti má
rekja upphaf hennar til Frans frá Assísi, sem lagði í boðun sinni áherslu á
mennsku Krists. Ut frá því mótaðist hefðin rnn að búa til jötu á jólmn og
útbúa róðukrossa með raunveruleikablæ í stað þeirrar sigurtúlkunar sem
algengust var á róðukrossum fram að hans tíma. Að mati píslardulúðar-
sinna var hf Jesú skilið sem fyrirmynd. Um leið var líf Jesú álitið aflvaki
hins nýja Hfs, sem hfað væri í fylgd við Krist og breytni eftir honum. Sífelld
íhugun á þjáningu Krists var álitin hið besta tæki til sjálfsafneitunar og
þar með til sannrar trúarstyrkingar og lífemisbetrunar. Þess vegna var
lagt upp úr því að íhuga sífellt niðurlægingu Guðs sonar í fæðingu,
þjáningu og dauða.
Dulúð er oft tengd gxískri tvíhyggju, er kennir eðlismun eínis og anda.
Sálin er tahn eðlisólík hkamanum og himneskrar ættar eða guðlegs eðhs og
þar með eilíf, en líkaminn er talinn jarðnesks eðlis og því stundlegur.
Hjálpræði er tahð felast í því að endurleysa sál mannsins undan viðjum
líkama hans og tilteknar iðkanir eða æfingar em álitnar tæki mönnum til
þess að ná til hæða. Guð er að skilningi tvíhyggjunnar ópersónulegt hugtak
og markmið mannhfsins er talið vera samruni sálarinnar við Guð.
Tvíhyggja af þessum toga er í mótsögn við biblíulega sköpunartrú. Guð
er að kristnum, biblíulegum skilningi, persónulegur Guð, persóna, hfandi
hugur, starfandi vilji. Jafhframt er það gmndvallaratriði í kristinni trú að
ítreka mun skaparans og hins skapaða. Guð er Guð og heimurinn er heim-
ur. Maðurinn er innan heimsins, sköpun, skepna, ekki skapari, ekki Guð.
Og þetta gildir mn manninn í allri vem hans sem líkama, sálar og anda.
Kristin trú er því ekki heilabrot um eðh manns, heldur skírskotar hún til
vilja hans. Ahersla hennar er sú, að maðurinn sem viljavera eigi að
sveigjast í átt til þess að sammótast vilja skaparans.
Út frá þessari áherslu kristinnar trúar þróaðist ákveðinn dulúðar-
skilningur. Hann hófst í Austurkirkjunni og voru Kappadókíufeðumir
Gregoríus frá Nansíans og Gregoríus frá Nyssa, mótendur hans, en þeir
vom báðir uppi á ofanverðri 4. öld.12 Gregoríus frá Nyssa reit skýringanit
Sjá New Catholic Encyclopedia, Bd. 10, s. 1059-61.
Um trúarlíf Austurkirkjunnar hafa verið skrifaðar tvær kandidatsritgerðir í
guðfræði, Guðrún Edda Gunnarsdóttir: „Herra Jesú, miskunna mér . .
Jesúbænin í Austurkirkjunni, upphaf hennar og inntak ásamt samanburði
við evangelísk-lútherska trúrækni. Kandidatsritgerð í trúfræði við
guðfræðideild Háskóla íslands 1989. Gunnlaugur Garðarsson: Þeósis.
113