Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 85
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
hendi, getur ekki einu sinni Guð frelsað þig.87 Þetta er útfært nánar í
Handbók Epiktets.
Þú hefur tekið við boðskapnum, sem þú átt að haga þér eftir. Hvaða
kennara annars bíður þú til að fela honum uppeldi þitt? Þú ert enginn
unglingur lengur, heldur fullvaxinn maður. Ef þú lifir léttúðinni og
hirðuleysinu framvegis, bætir ætlun á ætlun ofan og ákveður einn dag af
öðrum til að byrja það líf, sem þér hæfir, þá muntu ekki taka neinum
framförum, en þér dylst það, og þú verður fávís, lifandi og deyjandi.
Teldu þig verðan þess að lifa sem þroskaður maður og batnandi (005
téXeiov Ka'i TrpoKÓTTTovTa). Og allt, sem þér virðist bezt, skal vera þér lög.
Ef þín bíða þrautir eða gleði, frægð eða hneisa, þá minnstu þess, að
bardaginn er hafinn, Olympíuleikarnir byrjaðir og enginn frestur er
gefinn, að einn dagur eða eitt verk getur gert allan ávinning þinn að
engu eða borgið honum (ÓTTÓXXuTai TrpoKOTTij ko'i ocþ^eTai).88
Eg hef tekið nokkur dæmi um notkun orðanna „að frelsa” og „glatast” til
þess að varpa ljósi á merkingarsvið þeirra. Bæði Plútarkos og Dio nota
þessi orð til að leggja áherslu á hvatningu og leiðsögn sem getur annað
hvort byggt upp eða brotið niður, og Epiktetos talar um þroska eða framfbr
sem annað hvort eflist eða „glatast” og verður að engu. Á sama hátt og
Plútarkos í ofangreindri tilvitnun vísar Páll bæði til veikleika hinna
óstyrku og til venjubundinnar breytni sem hefur áhrif á viðhorf þeirra. „Af
gömlum vana,” segir Páll, „eta nokkrir kjötið allt til þessa sem fómarkjöt,
og þá saurgast samviska þeirra, sem er óstyrk.”89 Eg tel að Páll lagi sig
því að almennri málvenju er hann segir að hinir veiku „glatist” vegna
hughrifa þeirra er þeir verða fyrir í ljósi breytni hinna vitru. Slík skýring á
merkingu orðsins áiróXXupi/vai er trúverðugri en ,dieimsshtamerkingin” í
ljósi ofangreindrar notkunar orðanna að „frelsast” og „glatast.”
Kennsluaðferð hinna vitru í 1. Korintubréfi 8
Lýsing Páls á hinum óstyrku minnir um margt á lýsingu Aristótelesar á
hinum veikgeðja manni. Að mati Aristótelesar eru tvær tegundir af
breyskleika (áKpaoía). Annars vegar bráðlyndi eða hvatvísi (iTpoTTÉTeia) og
Epiktetos, Oröræða 4.9.16-18, éocoöev yáp éoti ko'i áTTcóXeia Ka'i þoijðeia; 0Ú8É
6ecöv oé T15 eti ocöoai SúvaTai.
Handbók Epiktets 51.1-2. Þýðing Brodda Jóhannessonar. Reykjavík: Hið
Almenna Bókmenntafélag, 1993.
1. Kor 8.7 f) ouvEÍSriois aÚTcöv áo0£vf)s oúoa hoXúvetoi. Sjá Síraksbók 21.28,
„Rógberinn fiekkar sálu sína.” H. A. W. Meyer bendir á merkinguna
„siðferðileg flekkun” fyrir orðið poXÚEiv: Der erste Brief an die Korinther.
KEK 5; 3r ed. (Göttingen: Vandenhoeck und Ruprecht, 1856), 181.
83