Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 92
Clarence Edvin Glad
ráðlegging Páls. Páll hvetur hina vitru til að neyta ekki fómarkjöts ef
einhver óstyrkur bendir þeim á uppruna kjötsins líklega vegna þeirra
áhrifa, sem neyslan hefði haft á hinn óstyrka. í 1. Korintubréfi 8.12 lýsti
Páll á myndrænan hátt slíkum áhrifum sem „glötun.” Hinn óstyrki sá hina
vitm neyta fómarkjöts í goðahofi án þess að láta það uppi að honum þætti
það óþægilegt; hann jafnvel hermdi eftir hinum vitm. Þetta leiddi til
„glötunar” hans þar sem samviska hans var óupplýst. Páll ásakar hina
vitm um að syndga gegn hinum óstyrku, sem hefur aðeins merkingu ef
hinir vitm vita um þá og reyna að leiðbeina þeim í ljósi eigin trúar-
sannfæringar. í 1. Korintubréfi 10.28 hermir hinn óstyrki ekki eftir himun
vitm heldur lýsir fyrir þeim tilfinningum sýnum gagnvart hegðan þeirra.
Sanngimi Páls getur ekki verið ljósari. Hinir vitm eiga ekki að breyta
sannfæringu sinni eða trú, heldur einvörðungu breytni sinni og
kennslufræði, og eingöngu þegar hinn óstyrki bendir þeim á hin neikvæðu
áhrif breytni þeirra.112
Persónusköpxm (•n'poacoTTO-rroifa) og álitamál (Sáaij)
Páll hefur ekki eimmgis gagnrýnt kennsluaðferð hinna vitm, heldur hefur
hann jafhhliða sýnt fram á aðra ákjósanlegri aðferð með því að draga upp
mynd af tveimur persónugerðum og ólíku viðhorfi þeirra til neyslu fómar-
jöts. Hér grípur Páll til tveggja stílbragða, annars vegar persónusköpunar
og hins vegar álitamála, en nemendur mælskukennara fengu tilsögn í
notkun þeirra.113 Alitamál Qallar um spumingar eins og hvort til séu guðir,
eða hvort vitur maður skuli taka þátt í stjómmálum. Munminn á almennu
áhtamáli (0éois) og tilteknu álitamáli (úttoöéois) er sá, að hið síðamefnda
Qallar um nafngreindar persónur og ákveðnar aðstæður en hið fyrra
H2 Hin fijálslynda afstaða Páls varðandi þátttöku í félagslegum athöfnum í
matsölum goðahofa og neyslu fórnarkjöts, varð ekki ofan á í frumkristni.
Sjá Post 15.19-20 og J. C. Brunt, „Rejected, ignored, or misunderstood?
The Fate of Paul's Approach to the Problem of Food Offered to Idols in
Early Christianity,” New Test. Stud. 31 (1985), bls. 113-24.
H3 í bók sinni um foræfingar (TrpoyunváopaTa) fjallar Þeon, mælskukennari í
Alexandríu um miðja 1. öld e. Kr., um persónusköpun í 8. kafla og um
álitamál í 11. kafla. Sjá Jón Sveinbjömsson, „Lestur og ritskýring”, Studia
Theologica Islandica 1 (1988), bls. 51-70, sér í lagi bls. 52-58; idem,
,Grískan og kristindómurinn,” í Grikkland. Ar og síð. Reykjavík: Hið
Islenska Bókmenntafélag, 1991. Svo til ekkert hefur verið fjallað um
persónusköpun í bréfum Páls. Sjá þó S. K. Stowers, „Romans 7:7-25 as a
Speech-In-Character (TTpoocoTToTroifa),” Paul in His Hellenistic Context.
Ritstj. Troels Engberg-Pedersen. Edinburgh: T&T Clark 1994, og Stanley
K. Stowers, A Rereading of Romans. Justice, Jews, & Gentiles (New Haven
& London: Yale University Press, 1994), bls. 264-272.