Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 270
Svava Jakobsdóttir
Blæjan gerir hvort tveggja, að hjúpa jörðina og hylja sjónir dauðlegra
manna á það sem er handan jarðvistar. Sú hugsun býr að baki að jarðlífið
sé svefn eða draiunm- og við erum minnt á orð Páls postula í 1. Kor. 13,12:
því að nú sjáum vér sem í skuggsjá, í óljósri mynd . . .19 Orðið blæja er þá
notað í sömu merkingu og orðin hula eða tiald sem ótal dæmi eru um í
myndmáli h'kt og danska orðið slör eða enska orðið veil sem voru algeng í
þessu samhengi, bæði í trúarskáldskap og veraldlegum skáldverkmn.20 Sé
eðli blæjunnar skilið á þennan veg felst í henni eining tilverunnar og
jafnframt skírskotun í forgengileik og nýja sköpun, endumýjun himins og
jarðar. Raunar notar Bjarni Thorarensen orðið blæja sem hluta af
heimsmynd er hann lýsir sköpun jarðar í árdaga í kvæðinu Sálmur á
fagnaðarhátíðinni 1817:
Drottinn guð! það þá / þinna fyrst var boða:
„verði Ijós!” - brátt brá / blæju myrkra voða,
náði þá fold fá / fyrsta morgunroða
skæran að skoða. 21
í Alsnjóa er blæjan sögð breið og þá hlýtur jörðin undir henni líka að vera
breið. Orðalagið er til í Jobsbók 38,18: Hefir þú litið yfir breidd
jarðarinnar?22 En hlýtur „breið blæja” ekki að vera slétt landslag eða flatt?
Sú hugsun, að jarðlífið sé svefn eða draumur kemur fram í eftirmælum
Fjölnismanna eftir Jónas í Fjölni (níunda ár, 1846, bls. 73-74). Þeim lýkur
svo: „. . ,en oss skal huggun ljá/vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.”
(Ritverk JH. IV. bindi, Skýringar og skrár, bls. 53).
20 Orðið veil í merkingunni tjald eða hula milli lífs og dauða er algengt
myndmál í skáldverkum enskra rómantískra skálda, t.d. í verkum Shelleys:
„Death is the veil which those who live call life; they sleep and the veil is
lifted”. Reyndar eru þessar ljóðlínur lagðar móður jörð í munn í
Promotheus Unbound (1820). Þekkt er myndhverfmg Shelleys í sonnettu
frá 1824, „Lift not the painted veil which those who live /Call Life;” „Lituð
blæja” táknar jarðlífið og minnir þetta ekki alllítið á myndmál Jónasar í
Alsnjóa. Ef til vill er sótt í sömu uppsprettu. Orðið blæja í Alsnjóa gæti
verið sammerkt orðinu þoka í sonnettu Jónasar, Svo rís um aldir árið hvurt
um sig, ortri árið 1845, þar sem Jónas notar hugtökin „eilífð" og „tími” til
að draga upp skáldlega mynd af áramótum og virðist yrkja þar um
persónulegar aðstæður sínar, enda er tónn þess kvæðis annar en í Álsnjóa.
21 Bjarni Thorarensen Ljóðmæli. Úrval. Þorleifur Hauksson bjó til prentunar.
Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður, Reykjavík 1976,
bls. 77. Skv. upplýsingum frá Orðabók Háskólans mun orðið blæja ekki hafa
verið notað í skáldskap nema í merkingunni líkblæja fyrr en í kvæði Bjama
Thorarensens.
22 Orðalagið „breið jörð” kemur fyrir í íslenskri þýðingu Paradísar missis. Að
loknum sýnum á undursjónahæð talar Adam um að hafa séð „ættkvíslir
268