Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 127
Píslarsagci og Passíusálmar
Fær liann sig frjálsan síst,
þó finnist hrelldur,
sem fugl við snúning snýst,
sem snaran heldur.
Víkja þó vilji hann
frá vonskuhætti,
orka því ekki kann
afeigin mætti.
Væri ekkert annað til, biði mannkynsins aðeins glötun og dauði, því að
mannkynið er svo samsamað orðið syndinni, að það getur ekki komist
undan henni af sjálfsdáðum. Fyrir því kemur Guðs sonur í heiminn. Þá
kemur í ljós, að að náð Guðs er meira en umburðarlyndi gagnvart syndugu
mannkyni. Guðs náð birtist í baráttu hans við syndina og eyðingaröfl
hennar. Og þessi barátta átti sér stað í Jesú Kristi, umfram allt í pínu
hans og dauða, sem sýnir „sanna Guðs ástar hjartageð,“ vilja Guðs til þess
að kaupa sköpun sína fijálsa undan framandi valdi og leyfa henni að njóta
frelsis imdir sínu valdi -
því Drottins Jesú dauði á kross
dauðann sigraði fyrir oss,
afl hans og brodd nam brjóta. (46.9)
Mannkynið á því í Jesú leið út úr ástandi syndar og dauða. Jesús, sonur
Guðs, gekk saklaus þann veg, sem mannkynið á skihð að ganga. Það sem
við höfðum til muiið, kom niður á honum. Sú eymd er þá ekki til, sem hann
hefur ekki áður þurft að ganga í gegnum. Sá dómur ekki til, að hann ekki
hafi borið hann áður. Við eigum þar með hvert og eitt nýja von. Er við Htum
inn í hugskot okkar, blasir við syndin og áklögun hennar. En í trúnni á
Guðs son sjáum við annað í hugskoti okkar og það er ásjóna Jesú Krists,
sem þar vill eiga rúm og í senn vera sú ásjóna, sem Guð má sjá í okkur og
sú ásýnd, er öðrum blasir við frá okkur, er við gefumst þeim í þjónustu:
Svo stór synd engin er,
að megi granda þér,
efþú iðrandi sér
í trúnni Jesúm hér. (47.18)
Til þess að skýra þetta grípur Hallgrímur til ríkulegs myndmáls. Og það er
athyglisvert, að í hveiju atviki píslarsögunnar er gjörvallt hjálpræðisverkið
125