Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 123
Píslarsaga og Passíusálmar
tiltekna synd eða vanrækslu eða hvetur til bænar, dygðar og góðrar
breytni. Huggun merkir það, sem tekrn- til huggunar í þessu lífi og vonar-
innar um eilíft líf.29
Þessa fjórföldu skiptingu má skoða í sambandi við þá ritskýringar-
aðferð sem var við lýði frá því á dögum fomkirkjunnar og fram á daga
upplýsingarinnar og fólst í því að aðgreina fems konar merkingu hvers
ritningartexta. Fjrsta merkingin var hin bókstaflega, þ.e. hin sögulega
merking hvers texta (Hallgrímur ,,historía“). Önnur merkingin var hin
óeiginlega, allegóríska, sem kunngjörði merkingu textans til trúar
(Hallgrímur ,,lærdómur“). Þriðja merkingin var hin siðferðilega eða
móralska (Hallgrímur ,,áminning“) og loks sú merking sem kvað á um
stefhumarkið og var hún nefnd „anagógísk“ (Hallgrímur ,,huggim“).
Uppbygging sálmanna verður þannig nánast eins og prédikun. Hún
átti um þetta leyti líka að vera þrískipt. Fyrst var sagan eða textinn. Hann
var skýrður og út úr honmn dregið það sem prédika skyldi til lærdóms,
áminningar og huggunar.
A miðöldmn var litið á þetta skema sem aðgreindar merkingar og lagt
upp úr því að greina hvern texta út frá þeim og finna hinar fjórar
merkingar. Þóttu menn þá oft fara nokkuð ótæpilega langt frá hinni
upprunalegu eða sögulegu merkingu og hreinlega út í aðra sálma.39 Lúther
lagði áherslu á, að menn í ritskýringum síniun mættu ekki leiðast bm*t frá
hinni sögulegu merkingu. Sérhver önnm merking yrði svo að segja að felast
í hinni sögulegu merkingu.31 Hallgrímur vinnm samkvæmt því. Umþenking
hans eða hugleiðing er út frá textanum. Því er hann ekki bundinn forminu,
heldm fer frjálslega með það og það er alls ekki alltaf hægt að greina hvem
sálm út frá þessu skema.
Dulúðin í Passíusálmunum
I Passíusálmmn sr. Hallgríms skín fram sú innileikaguðrækni, sem var
áhersluatriði siðbótar. Ahrif lútherskrar dulúðarstefnu á Hallgrím koma
reyndar víðar fram en í Passíusálmunum. Kvöldbænin, „bið ég í brjósti
mínu, blessaður hvíli Jesús,“ vísar til kenningarinnar um hið nána
29 Um ritningarskilninginn og ritskýringaraðferðir siðbótamianna sjá A.E.
McGrath: The Intellectual Origins of the European Reformation, Oxford
1987, s. 140-174.
39 Sjá Þrjár þýðingar lærðar. Gunnar Ágúst Harðarson bjó til prentunar.
Reykjavík 1989, s. 9. Sjá og bók mína Credo — kristin trúfræði 1989/93, s.
442-445.
3^ Sjá A.E. McGrath: Luther 's Theology of the Cross, Oxford 1985, s. 76-80.
121