Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 89
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
ósamrýmanleg heimsmynd nauðhyggjunnar." Stómnenn notuðu því lof og
last í tilraun sinni til að leiðrétta og baeta aðra og gerðu ráð fyrir að ávítur
og aðfinnsliu' hefðu sín áhrif; skömm eða ótti við refsingu voru nauðsyn-
legar forsendur breytinga á mannlegri hegðan og tilfinningum.100 Þar að
auki töldu Stóumenn að þeir hefðu rétt eða é^ouaía á því að ávíta
samborgara sína.101 Þá gátu hinir vitru einnig höfðað til hefðar sem
Plútarkos hefur eftir gríska sagnfræðingnum Þúkýdídesi að Korintumenn
hafi haft rétt á því að ávíta aðra.102 Hinir vitru í Korintu töldu sig því hafa
rétt til að neyta fómarkjöts, ekki einvörðungu vegna upplýstrar afstöðu um
trú og siðferði, heldur hka vegna réttar síns og skyldu að auka skilning
hinna óstyrku.
Ekki er ósennilegt að hinir vitru hafi notað ofangreinda röksemda-
færslu í tilraun sinni til að sannfæra hina óstyrku mn óröklega afstöðu
þeirra. Að þessu leyti til beittu þeir aðferð Stómnanna við kennslu hinna
óstyrku og þeirra sem bundnir voru á klafa gamals vana. Til þess að
veikgeðja manneskjur geti notið góðs af fordæmi eða hnitmiðaðri hfsreglu
verður fyrst að vinna bug á rangri trú þeirra með rökum eða kenni-
setningum og síðan skal leiðbeint með hnitmiðuðum spakmælum eða með
fordæmi.103 Fyrst reyndu því hinir vitm að sannfæra hina óstyrku með
skynsemisrökum og sýndu þeim síðan hvemig þeir ættu að hegða sér með
því að neyta fómarkjöts í matsölum goðahofa þannig að hinir óstyrku gætu
séð þá.104
Fornleifarannsóknir á hofi Asklepíos og á hofi Demeters og Kóre í
Koríntuborg hafa leitt í ljós að bæði þessi hof höíðu marga sali sem notaðir
vom fyrir ýmsar athafnir, eins og til dæmis matar- og afinælisveislur.105
Þeir sem neyttu fómarkjöts tóku því ekki endilega þátt í skurðgoða-
dýrkuninni sem slíkri. Með því að neyta fómarkjöts í matarsölum hofanna
0® Stóumenn, sér í Iagi eftir daga Karneadesar, milduðu harða nauðhyggju
Krýsipposar. Sjá R. W. Sharples, Alexander of Aphrodisias On Fate
(London: Duckworth, 1983), bls. 150.
100 piútarkos, Um siðræna dyggð 452C-D.
101 Epiktetos, Orðræða 3.22.94; 2.22.36.
102 Þúkýdídes 1.70.1. Sjá Plútarkos, Um greinarmun smjaðurs og vináttu 71E.
103 Þessari aðferð er lýst í einu af bréfum Seneka. Sjá Bréf 95.36-37. Páll
tekur það skýrt fram að gamall vani er ástæða þess að þeir sem eru
veikgeðja líti á fórnarkjötið sem kjöt fómfært skorðgoðum (1. Kor 8.7).
104 i Kor 8.10, Éáv yáp ti$ 1813 oé töv éxovto yvcöaiv év eiScoAeíco KaTaKeípevov
10® Matsalir goðahofa eru líklegustu félagslegu aðstæðurnar fýrir 1. Kor 8.10;
10.14 og 18-21. Sjá R. E. Oster, „Use, Misuse and Neglect of Archaeo-
logical Evidence in Some Modern Works on 1 Corinthians (1 Cor 7,1-5;
8,10; 11,2-16; 12,14-26),” ZNW 83.1/2 (1992), bls. 64-67.
87