Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 118
Einar Sigurbjörnsson
sanna fyrirmynd um líf undir vilja Guðs og mynd af því, hvemig Guð sjálíur
gengur í syni sínum á hólm við og sigrar syndina, dauðann og djöfulinn eða
þau öfl, er ógna mannkyninu og leitast við að bijóta niður sköpun Guðs.
Jesús gekk sjálfviljugur undir þessa nauð og á páskunum varð ljóst, að
hann hafði sigrast á ógninni, andstæðingum mannsins og Guðs.
Hagnýting Lúthers á orðaforða dulúðar miðalda kemur fram í því, að
hann talar um trúna sem innileikasamband og notar myndir m.a. af
brúðkaupi til þess að tjá það. Það kemur m.a. fram í riti hans Um frelsi
kristins manns, þar sem segir á þessa leið:
Trúin veitir ekki aðeins það, að sálin verði full náðar eins og orð Guðs,
frjáls og hólpin, heldur tengir sálina einnig Kristi eins og brúði
brúðguma sínum. En af því hjónabandi leiðir, eins og Páll segir, að
Kristur og sálin verða einn líkami (sjá Efes. 5.30). Þá verða og eignir
beggja, lán og ólán báðum sameign; það sem Kristur á, það á hin trúaða
sál; það sem sálin á, verður eign Krists. Þannig á Kristur öll gæði og
sælu: þau á sálin. Eins hefur sálin allar ódyggðir og synd: þær verða eign
KristsJ8
Þetta nefnir Lúther í framhaldinu „hin gleðilegu mnskipti", þegar Kristur
tekur sér syndir trúaðs manns til eignar og gefur aftur réttlæti sitt. Orð
Guðs er verkfæri hans. í orðinu er Kristur sjálfur nærri sem krafa Guðs og
gjöf í senn. Hinn jarðneski Jesús, sem guðspjöllin greina frá, birtist sem
hinn fullkomni maður, sem hneigir vilja sinn undir vilja skaparans og getur
sagt: „Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig, og fullna verk
hans.“ (Jh 4.34). Um leið er Jesús meira en maður og fyrirmynd. Hann er
líka Guð og frelsari. Hann megnar að skapa í okkur það dæmi, sem hann
sýnir og er, ef við leyfum anda hans komast að til nýsköpunar með því að
lúta honum í trú. Við eigum því að lifa Guði og náunganum. Trúin er sú
þjónusta og fóm sem við gefum Guði og kærleikurinn sú þjónusta og fóm,
sem við færum náunganum.
Á dögum rétttrúnaðarins hagnýttu menn sér enn frekar orðalag og
orðaforða dulúðarinnar og má meðal forvígismanna á því sviði nefna
Martein Moller, Jóhann Amdt og Jóhann Gerhard. Moller og Amdt vom
prestar og vinsælir rithöfundar. Jóhann Gerhard var prófessor og einn
mesti guðfræðingur lútherska rétttrúnaðarins. Eftir hann er hugvekjubókin
Heilagar hugvekjur, sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1634 og naut
Mystics, Minneapolis 1976; ný sænsk útgáfa: Hjartats teologi. Mystikens plats
hos Martin Luther. Stockholm 1989. Sjá og bók mína Credo. Kristin trúfræði.
Reykjavík 1989/93, s. 424-433.
-| Q
M. Lúther: Um frelsi kristins manns (ísl. þýðing: Magnús Runólfsson),
Reykjavík 1967, s. 21.
116