Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 267
Ljós og litir í Alsnjóa
Miltons/Jóns Þorlákssonar.14 Þar er sagt frá sex framtíðarsýnum Adams
og atburðarás Gamla testamentisins fylgt fram að syndaflóði og sáttmáls-
fyrirheiti Guðs. Adam, „nú dauðlegur orðinn” fer upp á „hæð undursjóna” í
fylgd Mikaels erkiengils til að fá vitneskju um „hvat með tímanum/ muni
tilbera” (undirstr. mín) og kynnast ásýndum dauðans „því dyr dauðans/
eru dimmastar” (JÞ, 11. bók, bls. 360). Tilgangurinn er andleg fræðsla,
brýning til Adams um rétt hugarfar gagnvart hverju því sem að höndum
kunni að bera, hvemig hann megi „bezt búast undir banadag,” (JÞ, 11.
bók, bls. 355).
Áður en lagt er upp á undursjónahæð varar Mikael Adam við því sem
hann muni sjá. í þýðingu sr. Jóns Þorlákssonar er eindregin skfrskotmi til
andlegrar hervæðingar með notkun líkingamáls Páls postula í Efesusbréfi
6,10-17. í upphafi hvetur Mikael skjólstæðing sinn til að brvnia brióst sitt:
En brynja brjóst þitt, / ok bú þik undir
góðs at verða varr/ ok vonds saman,
sterkrar styrjaldar, / er stríðast á,
himnesk góðgimi / Guðs at ofan,
ok nýdd náttúra, / hér niðri, manns.
(JÞ, 11. bók, bls. 355).
Og Adam svarar:
„. . . Fylgja skal ek fúss / Föður-hendi
ens milda himins,/ þó mik tipti,
ok breiða brjóst mitt/ við böli hverju,
færa hjarta mitt/ í herbúnað,
svo með sárri raun/ sigr öðlist,
ok æskta ró / meðr erfiði,
svoframt fyri þat/ er fáanlig”.
(JÞ, 11. bók, bls. 356).
í þessmn texta er margt athyglisvert. Adam ætlar að breiða brióst, sitt.
Það gera varla nema hraustustu hermenn sem ganga beint framan að
andstæðingi sínum og hopa hvergi. Með því að færa hiarta sitt í herbúnað
ætlar hann að veija það gegn illu í því skyni að búa sig undir banadag.
Gæti Jónas ekki fundið upp á því að nefna slíkan mann hjartavörð? Mér
II * * 4 Ens enska skálds J. Miltons, Paradísar missir. Á íslenzku snúinn af
þjóðskáldi íslendinga, Jóni Þorlákssyni, Kaupmannahöfn 1828, 11. bók, bls.
360. Eftirleiðis verður vísað í þessa útgáfu með upphafsstöfum Jóns Þor-
lákssonar ásamt bók og blaðsíðutali í sviga fyrir aftan hverja tilvitnun í
meginmáli.
265