Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 100
Clarence Edvin Glad
stöðu. Þegar Páll segir að hegðan hinna vitru særi veika samvisku annarra
þá meinar hann það, hvorki meira né minna!
Lokaorð
Ég hef í þessarri ritgerð haínað apókalýptískri túlkun á 1. Korintubréfi 8
og reynt að gera þá ritskýringu trúverðuga að sá félagslegi raimveruleiki
sem þessi texti er hluti af og gefur okkur upplýsingar um, veiti okkur
innsýn í gagnrýni Páls á kennsluaðferðir sem hindra framför hinna óstyrku
í trú sinni. Þegar upp er staðið er spurningin um trúverðugleika saman-
burðarefnis sú, hvort það auki skilning okkar á tilteknum texta og
hugsanlegu menningarsögulegu samhengi hans. Afstaða mín til þessa
tiltekna texta þýðir ekki að ég telji að apókalýptísk minni geti ekki skýrt
margt af því sem Páll sagði. TQgáta Emst Kásemanns — að apókalýptík
hafi verið móðir allrar kristinnar guðfræði141 — opnaði þannig flóðgátt
nýrra viðhorfa í ritskýringu og margir textar Páls postula fengu aukna vídd
fyrir vikið.142
„Apókalýptískt bókmenntaform” hefur verið skilgreint sem „grein opin-
berunarbókmennta í frásagnarstíl, þar sem vera handan heims opinberar
eitthvað jarðneskri vem og birtir henni handanheims veruleika er lýtur
bæði að tíma og rúmi, með skírskotun sinni annars vegar til hjálpræðis við
endi tímanna og hins vegar til yfir-náttúrulegs heims.”143 Það er mjög erfitt
að neita því að þessi skilgreining eigi ekki býsna vel við ýmislegt sem Páll
E. Kásemann, „The Beginnings of Christian Theology,” JTC 6 (1969), bls.
40. Sjá einnig idem, New Testament Questions of Today (Philadelphia:
Fortress Press, 1969), bls. 102, 114-15, 130-32, og 236-37. Tilgáta
Kásemanns er í raun nánari útfærsla á hugmyndum A. Schweitzer í Die
Mystik des Apostels Paulus (1930). Endurútgefin með inngangi eftir W G.
Kúmmel. Túbingen, 1981.
14^ Sjá J. C. Beker, Paul the Apostle. The Triumph of God in Life and Thought
(Philadelphia: Fortress Press, 1980), bls. 16-19, 135-81; og J. Z. Smith, Map
is not Territory. Studies in the History of Religions (Leiden: E. J. Brill,
1978), chp. 3, „Wisdorn and Apocalyptic,” bls. 67-87.
143 Sjá J. J. Collins, The Apocalyptic Imagination. An Introduction to the
Jewish Matrix of Christianity (New York: Crossroad, 1992), bls. 4.
Eftirfarandi rit eru meðal þeirra sem innihalda slík minni: 1. og 2.
Enóksbók, Daníelsbók, 4. Esrabók, 2. og 3. Barúksbók, Opinberun
Abrahams, Testamenti Levis 2-5, o.fl. Collins er sammála tilgátu
Kásemanns og telur að þó svo að heimsslitahugmyndir séu ekki einu
áhrifavaldarnir í frumkristni, þá hafi slíkar hugmyndir verið einn
þýðingarmesti þátturinn í mótun hinna nýju trúarbragða, þannig að
jafnvel megi kalla frumkristni „apókalýptíska hreyfingu,” eins og
samfélagið við Qumran (Ibid, bls. 206-07). Sjá einnig A. Yarbro Collins,
„The Early Christian Apocalypses,” Semeia 14 (1979), bls. 61-121.
98