Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 259
Ljós og litir í Alsnjóa
Grasaferð, að uppbyggingu og efni en um hana hef ég fjallað annars
staðar* * 3. Skáldskaparmál kvæðisins er með eindæmum hnitmiðað og
næsta ótrúlegt að strangt og fágað yfirborð skuli geyma heila veröld.
Skáldmálið sjálft er á köflum flókið og margrætt; listræn efnistök má
rekja til íslenskrar skáldskaparhefðar, bæði veraldlegrar og andlegrar, og
rómantískrar stefnu samtímans. Allt er þó hneppt í eina heild af svo
öruggu formskyni að einstakt hlýtur að teljast. Vísanir í Ritninguna,
kennisetningar kirkjunnar og táknmál hennar liggja í hveiju erindi eins og
sjálfgefnar. Auk alls annars beitir Jónas náttúrufræðiþekkingu sinni. Orð
breyta um svip og merkingu eftir því hvaðan kastljósi er að þeim beint.
Rétt er að taka fram að tilvitnanir mínar í prentuð lærdómsrit, einkum
Elucidaiius og íslenska hómilíubók, eru notaðar til skýringar og stuðnings
mínum eigin skilningi á Alsnjóa; ekkert verður fullyrt um í hvaða formi
lærdómur þessi var er Jónas Hallgrímsson tileinkaði sér hann.4
Áður en lengra er haldið er óhjákvæmilegt að ræða mismun eigin-
handarrita Alsnjóa sakir þess að miklu skiptir fyrir merkingu kvæðisins
hvemig þau eru lesin. Vanda ritskýrenda má að verulegu leyti rekja til
þess að þeir hafa ekki skyggnt sem skyldi í hverju munurinn er fólginn.
Eiginhandarrit eru tvö og ósamhljóða á tveimur stöðum. í skrifbók sína
(svonefnd KG-gerð) skrifar Jónas 1. línu miðerindis svo: Dauðinn er hreinn
og hvítur snjór en í eiginhandaniti sem tahð er síðar skrifað (nefhd JS-gerð
og er úr fórum Bókmenntafélagsins) ritar hann Dauðinn er hreinn og hvítur
er snjór5 (undirstr. mín). Hin breytingin varðar orðið út í 3. línu fyrsta
erindis í KG-gerð sem hefur verið strikað yfir í JS-gerð og inn skrifað fyrir
ofan. Talið er að Jónas hafi gert þá breytingu sjálfnr.6 í frumútgáfu af
Menningarsjóður, Reykjavík 1973, bls. 9-48, einkum bls. 15-23. Sjá einnig
Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum. Gunnar Ágúst Harðarson bjó til
prentunar. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1989, bls. 9 í inngangi.
3 Svava Jakobsdóttir. Paradísar missir Jónasar Hallgrímssonar. Skírnir.
Tímarit hins íslenska bókmenntafélags. Haust 1993.
4 Norræn þýðing á Elucidariusi var fyrst gefln út af Konráði Gíslasyni í
Kaupmannaköfn 1858, sjá nánar Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum, í
inngangi Gunnars Ágústs Harðarsonar, bls. 40. Islensk hómilíubók var
fyrst prentuð í Lundi 1872.
5 Sjá skýringar í Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti. Einar Ól.
Sveinsson og Ólafur Halldórsson sáu um útgáfuna. Handritastofnun
íslands 1965, bls. 312.
6 í skýringum við Alsnjóa í framangreindri útgáfu ljósprentaðra
eiginhandarrita er ekki gert ráð fyrir öðru en að Jónas kafi sjálfur gert
breytinguna, sjá bls. 312. Sami skilningur kemur fram í skýringum í
heildarútgáfunni, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV. bindi, Skýringar og
skrár, bls. 184.
257