Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 102
Clarence Edvin Glad
Jonathan Z. Smith sagði eitt sinn um hlutverk sagnfræðingsins, „The
historian's task is to complicate not to clarify.”148 Þessi þversögn, að
markmiðið sé að flækja hlutina fremur en að varpa ljósi á þá, dregur fram
mikilvægi þess að sjá tiltekið sögulegt fyrirbæri í stærra samhengi og láta
ekkert ósnert sem fyrri rannsóknaraðferðir hafa talið óviðeigandi í þeirri
viðleitni að vega og meta allt sem hugsanlega kann að varpa ljósi á það
sem rannsakað er. Markmið ritskýringar minnar á 1. Korintubréfi 8 er því
bæði að varpa ljósi á þennan texta og að flækja málið í þeirri merkingu að
einfalda ekki þá möguleika sem fyrir hendi eru, heldm- leyfa sér þann
munað að sjá textann í stærra menningarsögulegu samhengi. Slík viðleitni
leitar ekki eftir tilteknu orsakasamhengi hluta heldur samanburði á
athöfnum ólíkra einstaklinga á afinörkuðu tímaskeiði sem færa má sann-
færandi rök fyrir að séu að fást við áþekka hluti. Það er síðan auðvitað
matsatriði í hverju tilviki hvaða heimildir eru taldar varpa sem skýrustu
ljósi á viðhorf Páls til einhvers máls.
Þegar fjallað er um Pál postula má ekki gleyma að hann ferðaðist vítt
og breitt um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. í augum samtíðarmanna
sinna var Páll ekki frábrugðinn hininn mörgu, óhku farandpredikurum
sem reyndu að vinna menn til fylgis við málstað sinn. Það er því ekki nóg
að taka einvörðungu mið af huglægum vilja og hefð höfundar tiltekins texta
eða lífsskilningi og heimsmynd hans, eins og gera má grein fyrir honum af
upplýsingum í textanum sjálfum. Við verðum einnig að spyxja um hlutverk
textans og samtímaumhverfi hans og mikilvægi þeirra andstæðu viðhorfa
sem höfundur gagnrýnir í tilteknum texta. Síðast en ekki síst verðum við
að spyija þeirrar spumingar hvað samtímamenn Páls hugsanlegu „sáu” og
túlkuðu er þeir hittu Pál.149 Með þessu móti verða hugmyndir annarra
höfunda sem vitnað er til ekki staðnaður „bakgrunnur” Páls eða vís-
bending um hugsanlegan uppruna hugmynda Páls. Þvert á móti sjáum við
Pál sem þátttakanda á stærra menningarsögulegu leiksviði er færir sér í
nyt ýmsa kennsluhætti samtíðarmanna sinna og hafnar öðrum.
Sagt hefur verið mn samanburð á ritum Nýja testamentisins við svo-
nefndar æðri bókmennir, að við ættum að takmarka okkm- við sex
148 j 2. Smith, Map is not Territory. Studies in the History of Religions
(Leiden: E. J. Brill, 1978), bls. 290.
149 Þessari aðferð hefur verið beitt við rannsókn á viðhorfi Rómverja til
frumkristni á 2. öld e. Kr. Sjá R. L. Wilken, The Christians as the Romans
saw Them. New Haven: Yale University Press, 1984; S. Benko, Pagan
Rome and the Early Christians. Bloomington: Indiana University Press,
1984; R. MacMullen, Christianizing the Roman Empire (A.D. 100-400).
New Haven: Yale University, 1984.
100