Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 116
Einar Sigurbjömsson
við Ljóðaljóðin og hafði það mikil áhrif á dulúðarsinna bæði innan Austur-
kirkjunnar og Vesturkirkjunnar. Ljóðaljóðin eru ástarkvæði, en Gregóríus
skýrði þau út frá hugmyndinni um brúðkaup sálarinnar og Guðs og er
þeirri hugmynd fylgt í ritum dulúðarsinna framvegis. Gregóríus skiptir
kristnilííinu líka í þijú stig og tileinkuðu aðrir dulúðarsinnar sér þá
skiptingu. Fyrsta stigið er nefnt ,jireinsun“, annað stigið „upplýsing“ og
þriðja stigið „eining“. Þessi þrískipting er sótt til platónskrar heimspeki og
Gregóríus hagnýtir sér þá heimspeki, en með þeirri mikilsverðu breytingu,
að hann setur hugleiðingamar inn í heildarramma bibhulegs hugsimar-
háttar um sköpun, syndafall og frelsim fyrir Krist. Kristur er ekki hug-
mynd eða hugsjón, heldur hinn raunverulegi Jesús guðspjallanna.
Hreinsunin er þjálfrm í dygðum fyrir hjálp anda Guðs, hreinsun hugarfars
og vilja. Upplýsing merkir upplýsingu hugar og anda um rétta stöðu
mannsins frammi fyrir Guði og leiðir til þess að bæta sambandið við Guð.
Einingin er sameining eða náið samfélag sálarinnar og Guðs, samfélag sem
byggist á samræðu í bæn og íhugun orðs Guðs. Að þeim forsendum gefhum
töldu kristnir dulúðarsinnar sig geta notað orðaforða tvíhyggjunnar um sál
og hkama. í kristinni merkingu eiga sál og líkami ekki við um tvo eðlis-
hluta í mannimun, heldur merkir hvort tveggja, sál og líkami, manninn í
heild. Sálin merkir samband mannsins við skapara sinn en holdið
samband hans við aðrar skapaðar verur. Jafnframt merkir sálin kjamann
í manninum, hið innsta í veru hans, miðstöð hugsunar og vilja.13
Einn helsti mótandi dulúðar í Vesturkirkjunni var Bemharð frá Clair-
vaux. í líkingu við Gregóríus frá Nyssa skrifaði hann mikið skýringarrit við
Ljóðaljóðin og hafði það mikil áhrif á þróun dulúðarguðfræði í Vestur-
kirkjunni.
Kristna dulúð má nefna „viljadulúð“ og útskýra hana sem innilegt
trúarsamband við Guð, þar sem einstaklingurinn leitast við með hjálp
Helgun að skilningi Austurkirkjunnar. Kandidatsritgerð í trúfræði við
guðfræðideild Háskóla íslands 1984. Arnfríður Guðmundsdóttir hefur skrif-
að kandidatsritgerð um kristna dulúð: "Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér . . . "
Kristin dulúð og sérkenni hennar. Kandidatsritgerð í trúfræði við
guðfræðideild Háskóla íslands 1986.
13 Sjá A. Louth: The Origins of the Christian Mystical Tradition. From Plato to
Denys. Oxford 1983. J. Pelikan: Christianity and Classical Culture. The
Metamorphosis of Natural Theology in the Christian Encounter with
Hellenism. New York 1993. Sami höf.: Jesus through the Centuries. His Place
in the History of Culture, New York 1985, s. 122-133. Sami höf.: The Melody
of Theology. A Philosophical Dictionary, Cambridge Mass. 1988, s. 171-174.
Sjá og V. Lossky: The Mystical Theology of the Eastem Church. Cambridge
1991 og J. Macquarrie: In Search of Deity. An Essay in Dialectical Theism,
London 1984.
114