Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 103
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
kynslóða tímabil eða tæp tvö hundruð ár.150 Ég tel að ekki sé hægt að
draga upp svo skýr tímamörk og það gætir nokkurs misskilnings hér á
hefðarsögulegum rannsókmun. Slíkt tímabil er harla tilviljanakennt og
myndi í raun takmarka mjög bókmenntafræðilega nálgun á efni Nýja
testamentisins þar sem ólík bókmenntaminni og form sem höfundar
frumkristni nota geta haft langa bókmenntahefð að baki. Sú hefð siðferði-
legrar og andlegrar leiðsagnar sem 1. Korintubréf gefirn okkur heimild um,
kallaði Platon á sínmn tíma „leiðbeiningu sálarinnar” eða yuxayooyía og
rekja má hana allt aftur ti.1 spakmæla og lífsreglna Hesíodos í ritinu Verk
og dagar.151 Hugmyndin um leiðbeiningu sálarinnar varð algeng meðal
heimspekinga eftir daga Isókratesar, Platons og Aristótelesar og naut
mikillar hylli sem skýring á hlutverki heimspekinnar sem andlegu og
siðferðilegu leiðsagnarmeðali. Smám saman varð til nákvæmt kerfi
leiðbeininga um ólíkar aðferðir og ágæti þeirra við kennslu ólíkra mann-
gerða: hinna óstyrku, óbetrumbætanlegu, og þeirra sem erfitt var að
lækna, svo dæmi séu tekin. Sjúkdómseinkennin tóku aðallega mið af
ýmsmn mannlegum löstmn og ástríðum, svo sem hroka, drambsemi,
veikleika, ást, hatri, stolti og blygðsemi, eða eftirsókn eftir auði og mann-
virðingu. Sjúkdómsgreiningin fór síðan eftir því, að hve miklu leyti menn
töldu að hinir ólíku lestir og ástríður hindruðu framför í hinu góða hfi og að
hve miklu leyti ástríðurnar hefðu náð tökum á manni. Eiginleikar hins
ákjósanlegasta leiðtoga voru hinir sömu og rómaðir eiginleikar stjóm-
málamannsins og hreinskilins vinar; andhverfa allra var flaðrarinn. Strax í
fyrsta bréfi Páls má sjá merki þess að hann hafi þurft að gera grein fyrir
sér og starfsaðferð sinni með þessum hugtökum.152 Mælskulist hans ber
merki mn orðræðu trausts vinar, en ekki orðræðu óáreiðanlegs vinar,
smjaðrara, og þess er blekkir.
En er það trúverðugt að finna megi upplýsingar í bréfmn Páls um
þessa hefð siðferðilegrar og andlegrar leiðsagnar? Fræðimenn hafa yfirleitt
talið að fyrst megi sjá merki þessara hugmynda í frumkristni hjá ýmsmn
kirkjufeðrum og þá sér í lagi hjá Klemens í Alexandríu og meðal munka
Egyptalands; hefð þessi slítur síðan barnsskónum og fullmótast innan
■*-50 Sjá F. G. Downing, „A bas les aristos. The Relevance of Higlier Literature
for the Understanding of the Earliest Christian Writings,” Novum
Testamentum 30.3 (1988), 212-230. Downing telur réttilega að útbreiðsla
og félagsleg sérstaða æðri bókmenna hindri ekki notkun þeirra fyrir
túlkun á ritum Nýja testamentisins.
I. Hadod, Seneca und die griechisch-römische Tradition der Seelenleitung
(Berlin, 1969), bls. 10-38.
Sbr. 1. Þess 2.1-10. Sjá A. J. Malherbe, „'Gentle as a Nurse': The Backg-
round of I Thess ii,” NovT 12 (1970), bls. 203-217.
101