Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 77
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
lögmálinu hefur hann verið eins og sá sem er undir lögmálinu, og hinrnn
lögmálslausu hefur hann verið sem lögmálslaus. Hinum óstyrku aftur á
móti hefur hann verið óstyrkur. Páll leggur því sérstaka áherslu á
mikilvægi aðlögunar að aðstæðum hinna óstyrku. Samanburðarefhi sem
vísar til lofsverðra aðlögunarhæfileika í samskiptum við hina mörgu og sér
í lagi aðlögun hins pólitíska leiðtoga er vissulega viðeigandi fyrir fyrri
hlutann en ekki fyrir textann í heild sinni með þessa tvíþættu skírskotun.
Ég hef fundið tvo höfunda úr hópi fjölmargra, er lagt hafa orð í belg um
fjölhæfni og marglyndi, sem báðir leggja áherslu á þessa sömu tvíþættu
skírskotun og texti Páls, Gyðingurinn Fílon í Alexandríu (c. 30 f.Kr. — 45
e.Kr.) og Maximos frá Týros, síð-platonskur heimspekingur (c. 125-185
e.Kr.). í umíjöllun Fílons mn pólitískt líf Jósefs og í vöm Maximos fyrir
Qölhæfni í ritinu Orðræða heimspekings skal laga sig að sérhverju efni, 56 má
sjá áherslu á mikilvægi aðlögunar í ljósi margbreytileika mannlegs lífs og
ólíkra manngerða og lyndiseinkunna. Fílon og Maximos líkja starfi
stjómmálamannsins og heimspekingsins við hlutverk læknisins sem beitir
óhkmn aðferðum á sjúklinga sína og ræður þar sjúkdómsgreiningin för
hverju sinni. Læknis- og hjúkrunarsamlíkingin, ásamt skipstjórnar-
samlíkingunni, var algeng til að leggja áherslu á hlutverk og aðferðir
alþýðuheimspekinga á fyrstu öld fyrir og eftir okkar tímatal og náði einnig
nokkurri útbreiðslu meðal Gyðinga og í frumkristni, sérstaklega í
Alexandríu.
Skírskotun Páls til hinna „óstyrku” eða „veikgeðja” í 1. Korintubréfi
9.22 og 8.7, 9-12, dregur því fram mikilvægi aðlögunar í andlegri og
siðferðilegri leiðsögn. Þessi áhersla á aðlögun í ljósi lyndiseinkunnar hvers
manns er hluti af hefð siðferðilegrar og andlegrar leiðsagnar er sjá má hjá
heimspekingum og trúarleiðtogum er lögðu áherslu á nærgætna leiðsögn
handa nýnemum og ólíkum manngerðmn í heimspeki- og trúarreglum.
Umræðan um það hvernig leiðbeina og lækna megi sálina af ástríðmn
síniun var útbreidd á dögum Páls postula og er best lýst af ýmsum
höfundum sem fræðimenn hafa kallað „móralista” eða siðunarmenn er
fjölluðu mikið um siðferði og mannlega breytni, mn dyggðir og lesti, og
hvemig auka mætti mannkosti annarra.57 Meðal Gyðinga má sjá merki
Maximos frá Týros, Orðræða 1; Fílon, Um drauma 1.210; Um Jósef 32. Sjá
einnig T.Jos. 3.8.
Ég nota orðið „siðunarmenn” og „alþýðuheimspekingar” jöfnum höndum til
að þýða enska orðið „moralists,” sem notað hefur verið til að auðkenna
höfunda er lögðu áherslu á lífsspeki og siðaboðskap í heimspeki sinni.
Helstu höfundar sem hér um ræðir eru Cicero (106-43 f.Kr.), Fílódemos (c.
110 — c. 40/35 f.Kr.), Musonios Rufos (fyrir 30 — fyrir 101/102 e.Kr.),
Epiktetos (c. 55-135 e.Kr.), Dio Chrysostomos (c. 40— eftir 112 e.Kr.), og
75