Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 47
Um biskupasögur
óvenju næmir í æsku og leikir þeirra eru frábrugðnir leikjum annarra
bama, ef þeir leika sér á annað borð. Um Þorlák helga segir:
Hann var ólíkur flestum ungum mönnum í sinni uppfæðingu, auðráður
og auðveldur í öllu, hlýðinn og hugþekkur hverjum manni, fálátur og
fályndur um allt, nýtur og námgjarn þegar á unga aldri.21
Eftir að Jón Ögmtmdsson hefur gerst nemandi ísleifs Gissurarsonar verður
hann:
hinn fullkomnasti lærisveinn í allri reglu guðlegrar siðsemdar og
bóklegrar visku.22
í Guðmundar sögu eftir Amgrím Brandsson er lýst bemskuleikjum
biskups:
Var það eitt af því, að vér settum, að jafnan í piltaleikum skyldi hann
hafa og bera mítru og bagal með biskupsnafni. Líktist hann í þessu
sælum feður Athanasio erkibiskupi Alexandrino, því að hans upprás var
það til bækur og skóla, að Alexander erkibiskup, hans forverari, sá upp á
þann piltaleik, er ungur Athanasius stóð með bagal og mítru og bauð að
skírast lærisveina sína, þá sem aðeins voru prímsigndir áður af
kirkjunnar hálfu.23
Lam-entius er góður námsmaður í æsku:
Birtist skjótt að hann var fús til að nema gott.24
En á skólaárunum verður hann fyrir því, — í leik, — að lauf brotnar af
ríkisvendi í hendi Maríulíkneskis í kirkjunni á Völlum. Heitar bænir og
áköll til Maríu meyjar verða til þess að hún kemur honum til hjálpar og
hann sleppim við refsingu. Eftir þennan atburð lætur Laurentius af leikjum
og stundar nám sitt af kappi, en verður þá að þola stríðni og öfund skóla-
bræðra sinna:
segjandi að þar færi biskupsefni, og höfðu mjög í kallsi og dáruskap við
hann, en hann fylgdi æ því framar að sínu námi 25
Sagt er um Ama Þorláksson að hann hafi verið fáskiptinn í æsku og gefið
sig mest að bóknámi og handverki. Þegar hann freistast til þess að taka
þátt í skinnleik, slasast hann og:
21
Þorláks saga. Byskupa sögur, 2. hæfte. Udg. af Jón Helgason. Köbenhavn
1978, 179.
29
Biskupa sögur I, 219.
^ Biskupa sögur II, 7-8.
^ Laurentius saga, 8.
Laurentius saga, 10.
45