Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 192
Gunnar Stefánsson
Davíð alvegbaki við kirkjutrúnni og kveður að sami andi sé lofsunginn „við
altari kristinnar kirkju (og) við blótstall hins heiðna hofs.“ Það segir sitt
um „frjálslyndi" aldamótaguðfræðinnar innan þjóðkirkjunnar að slíkt
kvæði skyldi rata í sálmabók. Vinrn- Davíðs, Páll ísólfsson, sagði reyndar í
grein að Davíð látrnnn að kvæðið ætti ekki heima þar.15 Andmælum sætti
þó og var tahnn vottur rnn kenningarlega einsýni, að það skyldi fellt niður
úrnúverandi sálmabók 1972.16
Eins og fyrr var nefnt beindist áhugi Davíðs á ijórða áratugnum mjög
að þjóðlegum menningarerfðmn sem fólust í gömlum bókum, þjóðtrú og
alþýðukristindómi, prédikunum og sálmum fyrri tíðar. Avöxtur þeirra
íhugana varð leikritið Gullna hhðið, gamanleikur um íslenska þjóðtrú, í
víðri merkingu. Leikurinn hefur skemmt þjóðinni vel, en þegar hann kom
fram líkaði ýmsum rétttrúuðum hann illa og fannst skáldið Qalla af of
mikilli léttúð um heilög mál. Það viðhorf kom til að mynda fram hjá
Sæmundi G. Jóhannessyni í ritdómi og síðar í minningargrein um Davíð.17
Þegar komið er fram á miðjan aldm- verður trúarþörf og -þrá skáldsins
ráðandi. Ádeiluskotum á kirkjuna fækkar og skáldið játast undir
guðstrúna skhmálalaust sem æðstu verðmæti. Mörg kvæði í seinni bókrnn
Davíðs eru til marks um þetta. Tökum Við leitum í bókinni I byggðum
1933:
Gefokkur vit til að velja og hafna.
Veit okkur daglegt brauð.
Lát hendumar ryðja helga vegi.
Lát hugann stefna mót sól og degi,
sem boðar andlegan auð.
Sálin erglötuð, þó gull hún eigi,
efguðsþrá hennar er dauð.
Síðasta skeið á skáldferh Davíðs Stefánssonar hefst mn 1950 þegar hann
er hálfsextugur. Arin þar á undan hafði hann verið alvarlega veikur og
óvinnufær. Þegar hann náði hehsu og hóf að yrkja aftur var hann kominn á
nýjan sjónarhól. Það sjáum við í þremur síðustu bókum hans, Ljóðum frá
liðnu sumri, 1956, I dögun, 1960, og loks Síðustu Ijóðum, 1966. Óróleiki
æskuáranna var að baki, skáldið snerist nú með ákveðnari hætti gegn
15 Páll ísólfsson: „Á ströndinni". Skáldið frá Fagraskógi. Endurminningar
samferðamanna um Davíð Stefánsson. Reykjavík, 1965, bls. 99-105, sjá bls.
104.
1® Jón Auðuns: Líf og lifsviðhorf. Hafnarfirði, 1976, bls. 66.
I7 Sæmundur G. Jóhannesson: „Gullna hliðið“ (ritdómur). Norðurljósið 25,
1942, bls. 15-16. Sami: „Minningar mínar um Davíð skáld Stefánsson.“
Dagur, jólablað 1966, bls. 23-26,30.
190